Vinstriöfgasinnar ráðast á Hægri græna

,,Ó þið þarna vesalings forréttindapungar
og píkur" , þannig hefst ,,málefnaleg" og
árás Heiðu B Heiðars, á Stundinni.is á þá
sem voga sér að taka ekki undir viltustu
viðhorf og drauma öfga-vinstrisinna í mál-
efnum hælisleitenda í heiminum í dag.

Í þessari soraskrifum Heiðu er sérstaklega
ráðist á formann okkar Hægri græna , og sagt
,,í einni rasista-ógeðsgrúbbunni á facebook
er heimtað að við segjum okkur frá Schengen
og þar fer fremstur í flokki, meðal jafninga,
formaður Hægri grænna, sem heitir Helgi Helga-
son".

Nú er það fyrst til að taka að það að vera
ekki í Schengen þýðir jafn sjálfsagðan hlut
og það að eyþjóðirnar Bretar og Írar sem líka
eru ESB þjóðir, standa utan Schengen. Og hvað
er þá svona hábölvað og ógeðslegt við það að
Ísland sé það líka Heiða B Heiðars? Eru Írar
og Bretar þá allir rasistar og stjórnvöld 
þeirra rasistar?  Svona málflutningur er ekki
einfaldlega boðlegur!

Jú við í  Hægri grænum höfum frá stofnun
flokksins barist fyrir úrsögn Íslands úr 
Schengen, enda höfum við þar ekkert að gera
sem eyþjóð eins og Írar og Bretar.

En það er rétt þá höfum við í HG ekki tekið
undir öfgaviðhorf eins og hjá þessarar Heiðu
og hennar öfgavinstrisinnum í málefnum hælis-
leitenda í heiminum í dag. Um að heilu þjóðir-
nar séu fluttar til Evrópu og þúsundir til
Íslands. Og alveg forkastanlegt að ráðast á
okkar ágæta formann í þeim efnum, sem einmitt
hefur reynt að gæta meðalhófs í þessari mjög
viðkvæmu umræðu, og bent á skynsamar og raun-
hæfar leiðir í þessum flóknu málum.

Réttast væri hjá Heiðu B Heiðars að biðja 
formann okkar Hægri græna afsökunar á þessum
soraskrifum sínum undir fyrirsögninni ,,Ó þið
þarna vesalings forréttindapungar og píkur".
En kannski þarf hún þess ekki, því svona sori
og brjálæðislegir öfgar dæma sig sjálfir!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Guðm. Jónas.

Heiða B. Heiðars þarf að læra að hemja sig.

Jón Valur Jensson, 29.8.2015 kl. 17:22

2 identicon

Til kurteislegs mótvægis við efni þessarar bloggsíðu í gegnum tíðina bendi ég á nýstofnaðan Facebook-hóp:

Við skorum á stjórnvöld að taka á móti 5000 flóttamönnum

sem slá má inn í leitarstreng á Facebook. U.þ.b. 5000 manns hafa líkað við þá áskorun. Nokkru fleiri en Hægri-grænir fengu í atkvæðafjölda í síðustu kosningum.

Góðar stundir.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 18:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heiða B. Heiðarsdóttir hefur komist upp með sína öfga í mörg ár og einhverra hluta vegna á þessi "rugludallur" nokkra fylgjendur, sem hvetja hana áfram í vitleysunni.

Jóhann Elíasson, 29.8.2015 kl. 18:25

4 identicon

Sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !

Heiðu B Heiðars verður að segja til hnjóðs: að ekki vildi hún fylgja eftir, mögulegu aðgengi mínu að spjall (blog) síðum Stundarinnar, þá ég hóf máls á því við hana símleiðis í Vetur - sem og með þrem tölvupóstum til Jóns Trausta Ristjóra aukinheldur, þar af einum með cc tengingu, til Heiðu.

Þar með sázt greinilega - að þau hugðust hafa Stund sína, sem eins konar einka- klúbb vinstri sinna / og miðju- moðs núverandi stjórnarflokka:: en okkur Hægri mönnum, átti að halda til hlés.

Tek fram - að ég telst til þeirrar hreyfingar til Hægri, sem fyrirlítum svokallað lýðræði, sem þingræði:: fylgjum frekar, sterkum fámennis eða einræðis stjórnarháttum: eins og þeirra Francós á Spáni / Salazars í Portúgal og Chiangs kai- Shek, austur á Formósu (Taíwan)

Baldur Ragnarsson !

Væri ekki rétt - að stjórnvöld hérlend: SKILUÐU ÞÝFI SÍNU, sem þau hafa / ásamt Banka Mafíunni, STOLIÐ undanfarin ár af samlöndum okkar - áður en ráðist yrði í, að hingað flyttist einhver tiltekinn fjöldi fólks, utanlands frá ?

Og mundu Baldur minn - Nei takk: við frekari aðkomu Múhameðskra villimanna hingað / þó svo Kristnir menn og aðrir, skyldu vera velkomnir síðar meir, þegar landsmenn hafa fengið réttmætar eigur sínar til baka, úr ÞJÓFA gripum Sigmundar Davíðs og Bjarna, og vina þeirra, Baldur minn !

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 19:04

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón,Jóhann og Óskar fyrir góð orð hér.

Baldur Ragnarsson. Norðmenn hafa reiknað út að það kosti ríki sitt um 200 milljónir hver hælisleitandi frá upphafi til enda. 5000 myndi þýða 25 milljarða. Hvar í andskotanum viltu taka þá peninga, þegar okkar velferðarkerfi er jafn veikburða og í dag. Það eina sem ég vil segja við þig. Þú ert andskotans HRÆSNARI enda klárlega vinstriöfgasinni og ættir að skammast þín gagnvart þjóð þinni og þeirra þúsunda sem eiga virkilega bágt á Íslandi í dag, eiga ekki fyrir lyfjum, mat og húsnæði. Björgum okkar fólki fyrst áður en við leikum HRÆSNARA eins og þig hér og þér líkum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2015 kl. 19:33

6 identicon

Ég þakka kærleikshlý orð síðuhaldara í minn garð. Sem og villimannaáminningu Óskars Helga. Um leið og ég minni á að af nægu fjármagni er til að taka þegar litið er til arðgreiðslna sjávarútvegfyrirtækja hérlendra. 

En svo lítilvægt hjóm má sín samt einskis í lúðrablæstri Mattheusar 25:35-36

Góðar stundir.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 20:50

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg dæmigert um ykkar vinstri öfgar Baldur Ragnarsson. Farðu í þinn eigin vasa og þinna skoðanabræðra. Og galopnið ykkar hús og fjármuni til bjargar heimsins táradal, sem vissulega er til og því miður verður alltaf til. Því breytum við ekki! En það gerið þið ekki, slík er hræsin hjá ykkur. Við hin reynum hins vegar að halda sjá og reyna að hjálpa og bjarga þeim sem næst okkur standa. Got og göfugt ef okkur tekst það að einhverju leiti. En að yfirbjóða  hlutina eins og þið gerið geri manni flökurt. Slík yfirgengileg er ykkar HRÆSNI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2015 kl. 21:16

8 identicon

Það er gleðiefni að síðuhaldari hafi lesið Fjallræðuna (Matt. 5-7). Það er þó hryggðarefni að hann skuli ekki telja hana sér til eftirbreytni. En svo fer með salt jarðar. Með hverju skal salta það, er það dofnar?

Góðar stundir.  

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 22:12

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Byrjar baulið í vinstrinu um gróða útgerðarinnar. Sannleikurinn er þessi; Árið 2013 greiddi sjávarútvegurinn um 25 milljarða kr. í skatta,þar af um 10 milljarða kr.(40%)í veiðigjöld,8-milljarða kr.(32%)í tekjuskatt og 7 milljarða kr.(28%)í tryggingagjöld. Samanlagður hagnaður útgerðarinnar,allt frá smábátum upp í stærstu fjölveiðiskip,nam 28 milljörðumkr.2013.- Skattgreiðslur námu með öðrum orðum 89% af hagnaðinum.

Um það skrifaði Óli Björn Kárason í Morgunblaðið 4 mars 20015.Er nema von að Baldur öfundis yfir þessu og vilji deila með útgerðinni. ....Og endilega rífa atvinnuna af þeim feikna fjölda sem hefur af greininni lifibrauð.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2015 kl. 23:28

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þetta innlegg þitt, Helga, alveg frábærlega skýrt.

En það er til marks um, að Guðm. Jónas hefur rétt fyrir sér um að Baldur Ragnarsson fari hér með "vinstri öfgar", að í innleggi þess síðarnefnda kl. 20:50 í kvöld hamast hann á ÚTGERÐINNI, hún eigi bara að standa undir þessum flóttamannastraumi, og samt nam samanlagður hagnaður hennar, allt frá smábátum upp í stærstu fjölveiðiskip, ekki nema 28 milljörðum kr. árið 2013, -- og samt vill Baldur þessi ganga í skrokk á ÚTGERÐINNI, EKKI BÖNKUNUM!!! Var ekki bara einn þeirra, Aroon banki, að fá 47 milljarða króna í hagnað núna á fyrri hluta þessa árs?!

Hvað vedur því, að Baldur vill ekki ganga hart að b0nkunum, sem arðræan Íslendinga í allt of háum vöxtum og þjónustugjöldum? Er Baldur hræddur við bankann sinn? Eiga bankarnir að vera forréttindafyrirtæki hér á landi, en útgerðir, sem þurfa að fjárfesta mikið í skipum og dýrum vinnslugræjum, að bera kostnaðinn af fráleitum útgjöldum ráðuneyta? Og nú hafa stjórnvöld jafnvel beint atgeiri sinni að útgerðinni með því að eyðilegga loðnu- og makríl-markað Íslendinga í Rússlandi!

En þá mætir Baldur Ragnarsson hér með sínar öfga-hagstjórnar-hugmyndir, sem falla fullkomlega að öfga- og hatursumræðu vinstri manna, eins og flís við rass!

Verði þeim að góðu þeirra skammsýna heimska og óþjóðrækna afstaða í málum, m.a. með þessu blaðri um 1600 til 1700 flóttamenn hingað eða (núna) 5.000 manns!

Svo vitnar Baldur til orða Jesú, en Jesús sagði okkur líka að "reikna kostnaðinn" (Lúk.14.28), vera raunsæ, vera viss um það fyrir fram, þegar við ætlum okkur einhverja aðgerð, að við höfum í raun efni á henni. Hann tekur sem dæmi mann, sem ætlar sér að reisa turn, eða konung sem fer í hernað til að berjast við annan konung – báðir þurfi fyrir fram að gera sér grein fyrir kostnaðinum, svo að þeir lendi ekki í algerum vandræðum (Lúk.14.28–32).

Ekki örlar á slíkri fyrirhyggju hjá Baldri Ragnarssyni.

Jón Valur Jensson, 30.8.2015 kl. 00:29

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þreyttur maður skildi hér eftir ólesnar ásláttarvillur, en þetta á þó að skiljast!

Jón Valur Jensson, 30.8.2015 kl. 00:33

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Helga. Þú veist að þessir vinstrimenn vilja ætíð fara í vasa annarra til að ,,hjálpa" öðrum. Þeim er í þessu tilfelli andskotans sama um fólkið í landinu sem mjög margt á verulega bágt. Þessi Baldur getur alveg eins vitnað í kóranin, ætli þar sé ekki að finna helstu ástæðuna fyrir þeim hörmungum sem þrjáir miðausturlönd í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2015 kl. 00:34

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir þitt innlegg félagi Jón Valur. Sama góða rökfærslan hjá þér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2015 kl. 00:38

14 identicon

Hvaðan hefur þú þessa tölur? (200 Miljónir á mann) 

200 Miljónir á mann X 5000 hælisleitendur er 1000 milljarðar en ekki 25 milljarðar.

Jónas Kr (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 12:30

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Úr norskum fjölmiðlum sem er mjög vanáætluð tala. Múslimar aðlagast seint eða aldrei og eru á ríkisjötunni alla tíð. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2015 kl. 14:34

16 identicon

"Múslimar aðlagast seint eða aldrei og eru á ríkisjötunni alla tíð."

Kallarðu þetta "borgarasinnuð viðhorf" ? Hvað veist þú um þetta? Hefur þú búið í samfélögum þar sem löng hefð er fyrir búsetu múslima? T.d. á Norðurlöndum? Fyrirgefðu, en ég held að þú hafir ekki hugmynd um það sem þú ert að tala um og fullyrða. En það vill svo til að undirritaður bjó 11 ár í Svíþjóð og þar starfaði ég með múslimum, bæði frá Pakistan og Írak. Og þeir voru alveg jafn vinnusamir og við hin. Legg til að þú farir svo erlendis og kynnir þér málið, sýnist þú hafa gott af því :) Eða ræðir við þá múslima sem búa hér...

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 09:37

17 identicon

Við þurfum að setja hömlur á barneignir landans. Kostnaður með að koma barni til vits og menntunar er of stór og sligar okkur. Betra að fá flóttamenn sem eru margir hverjir búnir með menntun og þurfum bara að kenna þetta hrognamál. Þar að auki er stór hætta á að barn verði fyrir áhrifum frá kristnu öfgafólki.
Kominn tími til að stofna Smokkapartýið cool

pallipilot (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 10:46

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómerkilegt var þetta innlegg marbendils.

Jón Valur Jensson, 1.9.2015 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband