Framsókn taki áfram þátt í núverandi ríkisstjórn



     Þrátt fyrir fylgistap Framsóknarflokksins á
hann að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum
í núverandi ríkisstjórn. Ríkisstjórnin helt velli
og á því að  halda áfram. Það er niðurstaða
kosninganna.

    Fylgistap Framsóknar skrifast alls ekki á
núverandi ríkisstjórnarþátttöku. Um margra
ára innanflokksvanda er þar um að ræða.
Flokkurinn hefur eignast nýjan formann sem
kom loks á sátt innan flokksins, en skorti hins
vegar tíma til að hún skilaði sér í auknu
fylgi. Þess vegna yrði það út  í hött að fórna
þessum ágæta formanni nú, og skapa ósætti
á ný. Jón Sigurðsson komst ekki á þing að
þessu sinni, skorti aðeins 11 atkvæði, en á
kost á ráðherraembætti áfram og þar með
setu á þingi.  Staða hans sem formanns 
myndi við það styrkjast mjög og gera honum
kleyft að  halda áfram að byggja upp flokkinn.

   Vangveltur um stjórn Framsóknar með
Vinstri-grænum og Samfylkingunni undir
forsæti Ingibjargar Sólrúnar er gjörsamlega
út í hött.  Þá fyrst yrði komið að dauðastund-
inni fyrir Framsókn. 12 ára R-listasamstarf
hans undir pilsfaldri Ingibjargar Sólrúnar
þurrkaði hann nánast út á höfuðborgar-
svæðinu.  Að ábyrgir stjórnmálamenn innan
Framsóknarflokksins skuli vera með slíkar
vangaveltur er gjörsamlega óskiljanlegt.

   Niðurstaðan. Ríkisstjórnin heldur áfram.
Um það eiga Jón og Geir að ræða og ljúka
því verki í vikunni, landi og þjóð til heilla.

   Allt annað er RUGL!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband