Óbreytta stjórn áfram!


   Ríkisstjórnin helt velli. Óbreytt ríkis-
stjórnarmynstur er því eðlilegt framhald
á því. 12 ára farsælu stjórnarsamstarfi
ber því að halda áfram!

   Fylgistap Framsóknarflokksins var um-
talsvert. Það ber alls ekki að rekja til nú-
verandi stjórnarsamstarfs. Það ber miklu
fremur að rekja til innanflokksvandamála
á s.l árum. Sátt hefur hins vegar tekist
innan flokksins með nýjum formanni á
þeim stutta tíma sem Jón Sigurðsson
hefur stjórnað flokknum. Á þessum stutta
tíma hefur honum eðlilega ekki tekist að
skila þeirri sátt í auknu fylgi, til þess þarf
meiri tíma. Að gera það utan ríkisstjórnar
með formanninn utan þings er vonlaust.
Formaðurinn þarf sterkt bakland og lif-
andi umhverfi ef honum á að takast að
byggja flokinn upp á ný. Það gerir hann
með flokkinn í farsælu núverandi ríkis-
stjórnarsamstarfi sem ráðherra og með
aðgengi að Alþingi eins og staðan er í
dag, en alls ekki utan þings með flokkinn
í áhrifalausri stjórnarandstöðu. Svo ein-
falt er það...

   Ríkisstjórn með knappan meirihluta getur
verið sterkari og samheldari en ríkisstjórn
með stóran meirihluta.  Traust og tryggt
samstarf núverandi stjórnarflokka s.l 12
ár bendir allt til þess að sterk stjórn sé að
byrja nýtt kjörtímabil, til heilla  fyrir land
og þjóð...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég hélt að þér þætti vænt um Framsóknarflokkinn. Nú er að hisja upp um sig buxurnar - taka stjórnarfrí - og finna leið til að höfða til kjósenda í bæjum jafnt og til sveita.

Jón Sigurgeirsson , 14.5.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband