Framsókn styðji áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf!



   Að hika er sama og að tapa hvað varðar að
taka mikilvægar ákvarðanir. Fyrir Framsóknar-
flokkinn er mjög mikilvægt að ákveða sem allra
fyrst að halda núverandi stjórnarsamstarfi
áfram, svo framarlega sem hugsað er um þjóð-
arhag og það að það takist  að byggja flokkinn
upp á ný.

   Í Morgunblaðsleiðara í dag segir. ,,Auðvitað
eru mismunandi sjónarmið innan beggja flokka.
Auðvitað eru þeir framsóknarmenn til, sem
telja, að flokkur þeirra eigi að standa utan
stjórnar um skeið eftir afleita útkomu í kosning-
unum. En þeir framsóknarmenn hljóta líka að
íhuga eftirfarandi: flokkur þeirra hefur tekið
þátt í því með Sjálfstæðisflokknum að leiða
þjóðina upp úr djúpri efnahagskreppu, sem
gekk yfir  í lok níunda áratugarins og í byrjun
hins tíunda. Það var erfitt  en stjórnarflokkarnir
náðu sameiginlega glæsilegum árangri. Nú eru
allir sjóðir fullir og flokkarnir geta á nýju kjörtíma-
bili einbeitt sér að uppbyggingu heilbrgðiskerfi-
sins og velferðarkerfisins. Er eitthvað vit í því
frá sjónarhóli Framsóknarflokksins að láta aðra
flokka um að útdeila þeim gæðum? Auðvitað ekki."

  Nei, auðvitað ekki! Þar að auki er lykilatriði við
uppbyggingu flokksins að flokkurinn starfi áfram
í farsælli ríkisstjórn, þar sem formaður flokksins
verður virkur við skákborð stjórnmálanna, landi
og flokki til heilla.

   Vegna sterkrar stöðu ríkisfjármála í dag er
tækifæri til að gera sérstakt átak í því að  efla
og styrkja heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið
almennt ennfrekar. Löngum má gott bæta. 
Þá lykilkröfu á Framsóknarflokkurinn að gera
við endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Með það
veganesti í farteskinu þarf flokkurinn engu
að kvíða við að ná vopnum sínum og fótfestu
á ný.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband