Skýr skilaboð. Rúm 80% framsóknarfólks vill óbreytta stjórn


    Skv. skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag er
rúm 80% framsóknarfólks  sem vill óbreytt
ríkisstjórnarsamstarf áfram. Þarna eru mjög
skýr skilaboð að ræða  til flokksforystu Fram-
sóknarflokksins frá kjósendum flokksins um
að halda beri áfram samstarfinu við Sjálfstæðis-
flokkinn þrátt fyrir fylgistapið í kosningunum.

   Svona afdráttarlaus afstaða hins almenna
framsóknarmanans hlýtur að auðvelda flokks-
forystunni að ákveða framhaldið. Að fara gegn
yfirgnæfandi meirihluta kjósenda flokksins
getur ekki orðið niðurstaðan, ef á að byggja
upp flokkinn á ný.

    Skilaboðin eru skýr. - Eftir þeim ber að fara!

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ætli framsóknarfólk vilji ganga að flokknum dauðum.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sókn er besta vörnin. FRAM-SÓKNAR-REYNSLA í 90% ár segir það
Jón!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vandamálið er að framsókn ræður engu um það. Það eru Sjálfstæðismenn sem ákveða þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband