Baugsveldið og Evrópusambandssinnar yfirtaka stjórnarráðið.


    Þá liggur það fyrir. Baugsveldið er komið í
stjórnarráðið ásamt Evrópusambandssinnum.
Evrópusambandssinnar innan Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingarinnar hafa náð saman um mynd-
un ríksstjórnar með beinni aðkomu Baugsveld-
isins.  Ótrúlegu baktjaldamakki var beitt og 
opinberlega gerð gróf tilraun til pólitískrar
aftöku  á sjálfum dómsmálaráðherra.  Málgan
Baugs var misnotað gróflega  á lokaspretti
kosningabaráttunnar til að hafa áhrif á niður-
stöðu kosningana.  Formaður og vara-formaður
Sjálfstæðisflokksins eru uppvísir af mjög óheiðar-
legum vinnubrögðum gagnvart samstarfsflokki
sínum til 12 ára.  Maður hefði aldrei trúað að svona
óheiðarleiki væri til fyrr en vara-formaður Framsókn-
arflokksins, Guðni Ágústsson, upplýsti það fyrir
þjóðinni í Kastljósinu í kvöld.  Þvílík leikflétta!

   Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður
Sjálfsstæðisflokksins og ristjóri Baugsmiðils,
og Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs
hafa leikið lykilhlutverki í því að koma á fót
ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins undanfarin misseri. Smiðshöggið
kom svo frá aðaleiganda Baugs með auglýs-
ingunni  frægu. - Og nú er takmarkinu náð.
Baugsveldið og ESB-sinnar komnir inn í stjórn-
ráð Íslands.

   Í uppsiglingu hljóta að vera mikil átök innan
Sjálfstæðisflokksins. Hvort þau átök munu koma
í veg fyrir Baugsstjórnina, á hins vegar eftir að
koma í ljós...
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Framsóknarmenn þurfa ekki að kvarta,12.ár í ríkisstjórn er bærileg útkoma fyrir svona smáflokk.Þakkið bara íhaldinu fyrir góða samveru og hættið þessari sjálfsmeðaumkun.Það er of seint fyrir ykkur að biðla nú til Samfylkingarinnar,þið höfðuð tækifæri,en treystu á áframhaldandi samstarf við íhaldið.Nú hafa dyrnar lokast að baki ykkar og biðin getur orðið óbærilega löng.

Kristján Pétursson, 17.5.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði nú ekki haldið að Baugsveldið væri í samvinnu við Sjálfstæðismenn sem haf jú ekki lítið reynt að koma höggi á það í gegnum tíman. Og ekki hefur sjálfstæðisflokkuinn farið framarlega í Evrópusambandsmálum Nema þá helst að mæla gegn því (því miður).

Helda að það geri flokknum þinum bara gott að hvíla sig á stjórnarsetu um stund og fara að vinna að því að ákveða fyrir hvað hann ættar að standa.  Held að vegna stóðugrar stjórnarsetu hafi flokkurinn gleymt að þróa og fylgja breytingum sem orðin eru í íslensku þjóðfélagi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.5.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það þýðir ekkert Guðmundur Jónas að saka Baugsmenn um hvernig komið er.  Kjósendur höfnuðu einfaldlega Framsókn í kosningunum og Jón Sigurðsson hefði strax og úrslit lágu fyrir átt að slíta þessu samstarfi það hefði verið honum til sóma en í stað þess kaus hann að hengja sig sem fastast á Geir og gerði sig að minni manni fyrir.  Ég blæs á allar samsæriskenningar.  Þið eigið að viðurkenna eigin ósigur en ekki leita að sökudólg fyrir utan tkkar flokks.  Þið hafið verið nánast eins og gólftuska hjá íhaldinu sl. 12 ár og fenguð að gjalda fyrir það.

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2007 kl. 11:02

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Eitt í viðbót Guðmundur lékuð þið ekki sama leikinn þegar Davíð skipti á Alþýðuflokki og Framsókn, þá var á fullu baktjaldamakk af ykkar hálfu og óheiðarleiki on nú lendið þið bara í því sjálfir og verði ykkur að góðu.

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2007 kl. 11:06

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Engar samsæriskenningar hér í gangi, heldur blákaldar staðreyndir
sem Hreinn Loftsson viðurkenndi í samtali við RÚV í morgun.
Óheilindi Geirs og Þorgerðar komu hins vegar mjög á óvart gagnvart sínum samstarfsflokki til 12 ára. Það veldur miklum vonbrigðum eins og mér sem hef ekki farið dult með það að vilja hér framfarasinnaða borgaralega ríkisstjórn á þjóðlegum grunni. Hins vegar er alveg dásamlega gaman að sjá núna hvernig
tenging Baugs við Samfylkingunna er mikil í raun og veru og
hvernig Samfylkingin ætlar að ganga erinda Baugs með Geirs-
arminn sér við hlið.  Þannig, stend við hvert orð hér og lýsi
miklum áhyggjum ef sú verður niðurstaðan sem allt bendur til
í dag. Því miður! - Hins vergar verður fróðlegt að sjá hvernig
innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins þróist á næstunni. Veit að
veruleg undiralda er þar á bæ og á eftir að magnast er frá
líður.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.5.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er ekki viss um að Björn Bjarnason sé samþykkur því að hann tilheyri Baugsveldinu. Ekki var á auglýsingu Jóhannesar að sjá að hann styddi Samfylkingu.

Ég óska þér til hamingju með goða niðurstöðu þessa máls fyrir Framsóknarflokkinn. Það fer nefnilega hræðilega í taugarnar á mörgum að 10% flokkur skuli nánast alltaf ráða 50%. Með því að vera nokkur ár í stjórnarandstöðu og endurskipulagningu í samræmi við nýja tíma gæti flokkurinn orðið alvöru flokkur aftur.

Jón Sigurgeirsson , 18.5.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband