Skorum á Ólaf Ragnar forseta til endurkjörs !

Senn líður að áramótum. Þá má vænta yfirlýsingar
Hr.Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um hvort hann
gefi aftur kost á sér til embættis forseta Íslands
út næsta kjörtímabil.  

Í ljósi alvarlegs ástands heimsmála og ákveðnar
upplausnar í íslensku samfélaga, ekki síst innan
stjórnmálana, er afar mikilvægt að fámenn þjóð og
Íslendingar eigi sér  sterkan þjóðarleiðtoga til
að treysta á. Alveg sérstaklega einning öflugan
málsvara.

Hr. Ólafur Rafnar Grímsson forseti vor hefur alla
þessa kosti til að bera. Og það umfram alla aðra.
Hann hefur sýnt og sannað gegnum áratugina tvo sem
forseti Íslands, að hann er tilbúinn að skerast  í 
leikinn, þegar miklir þjóðarhagsmunir eru í húfi,
sbr. Icesave.  Þá er hann mikill þjóðfrelsis- og
fullveldissinni, sem allt gott þjóðhyggjufólk metur
mikils og getur treyst á..

Í ljósi alls þessa og margra annarra hluta er vert
að hvetja Íslendinga að skora á forseta vor að
gefa aftur kost á sér næsta kjörtímabil. Íslenskir
þjóðarhagsmunir einfaldlega kalla á það !


P.s hægt er m.a að skora á forsetann á facebook
hans eða senda honum tölvupóst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Jónas æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur Jónas !

Nei - þökk fyrir.

Ólafur Ragnar Grímsson: verðskuldar ekkert annað:: en ÆFILANGA útlegð, með lagsmönnum sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni.

Vonandi - væri pláss í striga sekk þeirra, fyrir þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, einnig.

Þetta lið ALLT: hefir ekkert annað gert um dagana, en að svívirða vasa okkar og pyngjur Guðmundur minn, og lifað eins og Snákurinn, á okkar framfærzlu / okkur:: til stórra tjóna, og vanza eins.

Ætli við séum ekki - að greiða cirka 85% okkar sjálfsaflafjár (alla vegana), til uppihalds þessu packi / í stað þess að vera að borga 10 prósentur að hámarki, fyrir eðlilegan rekstur,, innan við Þrjú Hundruð Þúsunda manna samfélags, Guðmundur minn ?

Svei attann: þessu hyski öllu saman / sem og fylgdar liði þess, á okkar spenum, fornvinur góður !!!

Með beztu kveðjum til þín og þinna, sem endranær - engu:: að síður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2015 kl. 16:23

2 identicon

Ertu ekki með öllum mjalla Guðmundur Jónas ?

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 27.12.2015 kl. 18:20

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú er sjálfur kex ruglaður öfga-vinstrisinni Egill.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2015 kl. 20:50

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Erum mjög ósammála hérna Óskar minn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2015 kl. 20:51

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jú mér finnst það alveg sjálfsagt að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér til áframhaldandi setu í Forsetastól Íslands.

Hver annar kæmi til greina?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2015 kl. 23:03

6 Smámynd: Óli Jón

Það er meira en nóg að hafa Ólaf Ragnar sem forseta fram á næsta ár. Gefum þjóðinni frí frá kalli og fáum nýtt blóð á Bessastaði.

Óli Jón, 29.12.2015 kl. 06:15

7 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Guðmundur Jónas !

Mér þykir miður: að við skulum vera ósamstíga, að þessu leytinu.

Hins vegar - erum við á sama meiði, hvað að fjölda annarra mála lýtur, fornvinur góður.

Jóhann Flugvirkjameistari og Óli Jón !

Ólafur Ragnar Grímsson: er fullkomlega hlutaðeigandi, í helztu vandamálum ísl. þjóðfélags rekstrar nútildags, mætu drengir.

Okkur dygði - Japanskur eða Suður- Kóreanskur frkv. stjóri t.d., fyrir daglegum rekstri samfélagsins / og þar með:: kannski 50 - 60% lægri skattbyrði / ÁÞJÁN, en við nú búum við, með innlenda pírum párinu piltar.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, vitaskuld /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2015 kl. 16:36

8 identicon

Þetta er einn besti kaldhæðnispistill sem ég hef um dagana lesið og mjög sannfærandi laughing

Geir Sigmundsson (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband