Hvað boðar Sigmundur og Framfarafélagið?

   Fróðlegt verður að vita hvað pólitísk skilaboð
Sigmundur Davíð hefur að bjóða í Rúgbrauðgerðinni
nú á laugardagsmorgunn.

  Verður þetta enn einn kjaftaklúbburinn með miðju-
moðs-ívafi, opinn í alla enda, já svokölluð samræðu-
stjórnmál, sem hingað til hafa engu skilað nema enn
meiri pólitískum glundroða, eða verður eitthvað bita-
stæðara í boði? Já t.d í einhverjum pólitískum takti
við það sem hefur verið að gerast og gerjast í stjórn-
málum beggja vegna Atlantsála síðustu misseri?

  Verður hinum pólitíska rétttrúnaði á Íslandi  með
RÚV-liðinu í forsæti settur stóll fyrir dyrnar? Og
hvað með þjóðhyggjuviðhorfin sem nú fara sigurför um
Evrópu í dag? Já hvað með Evrópumálin, s.s Schengen-
ruglið, EES-sem þarfnast mikillar endurskoðunar, auk
hinna stórgölluðu útlendingalaga og stjórnleysið í
hælisleitenda-og flóttamannamálum? Að ógleymdri íslams-
væðingu Evrópu og fyrirhugaðri moskubyggingu á Íslandi?

   Verður skautað fram hjá öllum slíkum pólitískum
stórmálum? Hitamálum! Og án fyrirheits um annað og meira, þ.e.a.s stofnun stórnmálahreyfingar á grundvelli þjóð-
hyggju og frelsis? Til að koma hugmyndunum Í FRAMKVÆMD!                                   

   Já fróðlegt verður að sjá hvað upp úr hatti Sigmundar
komi og Framfarafélagi hans! 
 
   


mbl.is Sigmundur boðar stofnun nýs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Jónas æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur fornvinur !

Ekki: ekki skyldir þú, fremur öðru réttsýnu og heiðarlegu fólki, vænta neinna sérstakra kraftaverka, af hálfu þessa ENN EINS blaður klúbbs stjórnmálanna.

Hismið - er alltumlykjandi kjarna leysinu, í orðræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar enda, ......... ekki mikils að vænta af hálfu þessa manns, sem ekki einu sinni hefir fyrir því, að svara afritum mínum til hans sem annarra þingmanna o.fl., í baráttu minni við þjófa bæli Lífeyrissjóða Mafíunnar í landinu þessi misserin, hvað þá: meir.

Því: er nú fjandans verr, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2017 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband