Fámáll utanríkisráðherra um öryggis-og varnarmál.
26.5.2007 | 20:38
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
er í opnu viðtali í sunnudagsblaði Mbl. Athygli
vekur hvað Ingibjörg er fámál um öryggis- og
varnarmál. Segir aðeins að ,,brotthvarf Banda-
ríkjahers voru söguleg tímamót".
Utanríkisráðherra nefnir ekki einu orði hvernig
fráfarandi ríkisstjórn tók á öryggis-og varnarmál-
um við brottför bandariska hersins. Nefnir ekki
á nafn nausyn þess að halda áfram styrkingu
Landhelgisgæslu, varaliðs lögreglu, uppbyggingu
greiningardeilar um innra-og ytra öryggi ríkisins,
aukna samvinnu við Dani og Norðmenn um örygg-
is og varnarmál og hugsanlega samvinnu við
Þjóðverja og Kanandamenn í þeim efnum.
Kemur ekki einu einasta orði inn á að Íslendingar
verði í auknu mæli að axla sjálfir ábyrgð á sínum
varnar- og öryggismálum eins og sjálfstæðri og
fullvalda þjóð sæmir. Það er því óhætt að segja
að ólíkt er þeim saman að jafna Inigbjörgu og Val-
gerði Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra,
sem stóð sig ákaflega vel í þessum málum og
kom fram fyrir hönd þjóðar sinnar með þjóðlegu
stolti og ábyrgð.
Hvort þetta sé aðeins fyrirboði um það sem koma
mun skal ósagt látið. En það að utanríkisráðherra
Íslands skuli EKKERT tjá sig um öryggis-og varnarmál
þjóðarinnar í sínu fyrsta opnu blaðaviðtali vekur
furðu, svo ekki sé meira sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.