Óviðeigandi af íslenzkum ráðherra


   Í fréttum í kvöld kom fram, að Björgvin S. Sigurðsson
viðskiptaráðherra hafi nú um helgina  sótt flokksþing
breska Verkamannaflokksins. Hér er um óðviðeigandi
heimsókn að ræða af íslenzkum ráðherra. Hér heima
hefði verið litið á heimssókn erlends ráðherra á flokks-
þing  íslenzks stjórnmálaflokks sem íhlutun í íslenzk
innanríkismál.  - Menn verða alla vega að gæta að 
hvaða embættum þeir þjóna áður en þeir ákveða slíkar
heimsóknir. Þótt Björgvin hafi tvívegis tekið þátt í
kosningabaráttu breska Verkamannaflokksins á árum
áður sem óbreyttur áhugamaður um stjórnmál, þá
gildir allt annað nú eftir að Björgvin hefur tekið við
íslenzkum ráðherradómi. -  

   Þótt sósíaldemókratisk alþjóðahyggja sé með
eindæmum, verða menn engu að síður  að gæta
velsæmis þegar menn gegna jafn virðulegum
embættum og eimbætti ráðherra. Ekki síst varðandi
öll erlend samskipti. Því þá koma menn ÆTÍÐ fram
fyrir hönd ÞJÓÐAR sinnar.......

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þvílíkt andskotans lekandi kjaftæði, ég segi nú ekki annað, en mikið er það lúðalegt og engum nema Framsóknarmanni mundi detta svona rugl í hug. Ætli sárindin séu vegna þess að þeir Verkamannaflokksmenn voru ekki að líta á "miðjuflokkinn" ykkar sem systurflokk og buðu ekki yfirlúða til þingsins????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.6.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það eru óskráðar siðarreglur meðal alvöru stjórnmálamanna að forðast afskipti af stjórnmálum annara ríkja. Alveg sérstaklega á
það við RÁÐHERRA. Það að íslenzkur ráðherra hafi verið viðstaddur
þegar m.a erlendur stjórnmálaflokkur valdi sér nýja forystu er
gjörsamlega óviðeigandi og algjörlega út í hött!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.6.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hafsteinn: Frjálslyndi flokkurinn breski, liberals, er systurflokkur okkar þar um slóðir, með mikið fylgi, sem einmenningskosningakerfið kemur í veg fyrir að komist til áhrifa í samræmi við það.

Gestur Guðjónsson, 25.6.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband