Skiljanleg afstaða Frakka gegn inngöngu Tyrkja í ESB
25.6.2007 | 21:47
Það er vel hægt að skilja Frakka sem reynt hafa að
koma í veg fyrir aðild Tyrkja að Evrópusambandinu. Og
raunar má segja að skoðun Frakka sé almenn innnan
sambandsins þótt hljótt fari. Aðild Tykrja að ESB snertir
okkur Íslendinga líka, því með aðild eru Tyrkir sjálfkrafa
orðnir aðilar að hinu evrópska efnahagssvæði sem Ísland
er hluti að.
Aðild Tyrklands að ESB á tæknilega mjög langt í land.
Tyrkland er múslimaríki og er því í grunnin mjög ólíkt
vestrænum ríkjum og þeim gildum sem þar ríkja.
Þarna mætast svo sannarlega gjörólíkir menningar-
heimar, annars vegar þeir vestrænu, og hins vegar
hinir austrænu. - Þar að auki er augljóst að ESB mun
eiga í vaxandi innbyrðis erfiðleikum með fjölgun ólíkra
aðildarríkja, þótt ekki bætist við eitt stórt í viðbót með
gjórólíka menningu og trúarleg viðhorf á við hin ríkin
sem fyrir eru í Evrópusambandinu.
Bandaríkin hafa sótt fast með að Tyrkland fái aðild
að ESB. Bandaríkin hafa líka aldrei skilið hinar þjóðlegu
forsendur í samskiptum þjóða, enda á utanríkisstefna
þeirra mjög undir högg að sækja víðsvegar um heim í
dag.
Ummæli Frakklandsforsenda, Sarkoyzy um að bjóða
ætti Tyrklandi einskonar vildaraðild að ESB í stað fullar
aðildar eru því afar skiljanleg....
Tyrkland hefur ekkert í Evrópusambandið að gera !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.