Leyniþjónustur hafa marg sannað sig


    Nú á tímum alþjóðlegrar glæpastarfsemi og
hryðjuverka hafa leyniþjónustur ríkja um allan
heim marg sannað sig.  Óhætt er að fullyrði  að
fyrir tilstilli þeirra hafa mörg þúsund mannslífa
verið bjargað á undanförnum árum.

    Öll sjálfstæð ríki starfrækja leyniþjónustur, bæði
til að tryggja innra- jafnt sem ytra öryggi viðkom-
andi ríkis. Fyrrverandi ríkisstjórn kom mörgu til
leiðar í öryggismálum þjóðarinnar. Þar á meðal
stofnun greiningardeildar innan lögreglu. Ýmisir
vinstrisinnar hrópuðu öllu illu og töldu hér vera
komið vísir að leyniþjónustu. Eins og það  væri
eittvað hræðilegt. -  Tími er til kominn að Íslend-
ingar sem sjálfstæð þjóð tileinki sér sömu vinnu-
brögð og aðrar sjálfstæðar þjóðir gera í sínum
öryggismálum, og komi á fót álíka leyniþjónustu
og tíðkast í okkar helstu nágrannalöndum. Bæði
til varnar íslenzkum ríkisborgurum fyrir allskyns
alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum, og
almennt til varnar íslenzka ríkinu. Þörfin hefur
aldrei verið  brýnni en einmitt nú, bæði vegna
sívaxandi hryðjuverkaógna um allan heim, og
þeirrar staðreyndar, að enn sem komið er hafa
Íslendingar ekki komið sér upp þjóðvarðliði.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greiningardeildin erleyniþjónusta ef við skilgreinum leyniþjónustu sem þýðingu á enska heitinu inteligence service. Greiningarstarfsemin sem hún stundar er eitt aðal verkefni leyniþjónusta flestra smærri ríkja. Hinsvegar virðist stór hluti þjóðarinnar sjá fyrir sér einhverjar senur úr Hollywood-myndum ef það heiti er notað og því verða stjórnvöld að sverja það af sér.

Ég er alveg sammála þér um það að það mætti efla starfsemi hennar til muna, bæði til varnar hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi og fá þar til starfa fólk með þekkingu á hefðbundnum hernaði sem gæti verið stjórnvöldum til ráðgjafar um önnur varnarmál.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband