Hvalir og kvóti


    Á sama tíma og fyrirhugað er að stórskerða
þorskkvótann um tug þúsunda tonna, með
gjaldþroti og tilheyrandi atvinnuleysi í kjölfarið,
eru hvölum úthlutað tugþúsunda kvótaaukningu
á hverju ári, vegna fjölgunar þeirra. - Hvers konar
rugl er þetta ?

   Í DV í dag kemur fram  að rannsóknir hjá
Hafró bendi til þess að hvalir hér við land neyti
hvorki meir né minna en 6 milljón tonna af fæðu
árlega. Helmingur þess er fiskmeti, sbr þorskur
og loðna, hinn helmingurinn er áta, krabbadýr
og smokkfiskur.

   Hvalur veiðir alla daga allan sólarhringinn, og
er því á við mörg skip hvað veiðigetu varðar.
Einfallt er því að reikna út hversu marga hvali
þarf að veiða  svo tillögu Hafró um þorskveðar
verði náð án teljandi niðurskurðar þorskafla til
fiskveiðiflotans. Hvers vegna er það ekki gert ?
Eiga hvalir meiri rétt í lífríkinu en maðurinn sjálfur?
Því með sama áframhaldi mun hvalurinn éta okkur
út á gaddinn hvað fiskveiðar varðar ef fram heldur
sem horfir.   

    Hvalastofninn þarf að grisja strax, og það veru-
lega. Með hvaða aðferðum það verður gert, er
algjört aukaatriði................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband