Fáránlegt að hafna olíuhreinsunarstöð !


   Í viðtali við Blaðið í dag segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri
á Ísafirði það fáránlegt að hafna hugmyndinni um byggingu
olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum. Það er ánægjulegt hvað
Vestfirðingar eru orðnir jákvæðir fyrir þessu mikla hagsmunamáli.

   Í viðtalinu segir Halldór. ,,Ég hlustaði á náttúruverndarsinna
segja að þeir gætu skapað 700 störf fyrir austan sem gæti
komið í stað stóriðju. Ég sagðist vilja vinna með náttúruverndar-
sinnum að því að skapa þessi störf. Þeir hringdu stöðugt í mig
og þóttust vilja taka þátt í slíku samstarfi. Það eru liðin fjögur
ár og á þeim tíma hefur ekki eitt einasta starf orðið til fyrir
þeirra tilstilli  fyrir vestan. Nú finnst mér fullreynt í þeim málum.
Þess vegna hef ég skipt um skoðun. Ef menn eru tilbúnir að
fjárfesta í olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum þá mun ég ekki
leggjast gegn því. Þar eru ný atvinnutækifæri og 550  manns
mun fá atvinnu."

    Og ennfremur segir Halldór. ,,Þegar fólksfækkun verður í
byggðarlagi og störfum fækkar leitar maður nýrra leiða. Ef
við ætlum að fjölga í byggðarlaginu og koma í veg fyrir að
íbúar flytjist brott þá þurfum við nýjar sterkar atvinnugreinar
inn á svæðið. Það væri fáránlegt að hafna hugmyndinni um
olíyhreinsunarstöð."

   Svo mörg voru þau orð og sýna hversu mikinn stuðning
hugmyndin um olíuhreinsunarstöð er að fá. Hins vegar er
ljóst eins og Halldór segir ,,að það verði mikil andstaða við
þetta hjá háværum minnihluta. Skoðanakannanir sýna að
meirihluti þjóðarinnar er jákvæður gagnvart hugmyndinni."

  Alvarlegast er þó ef annar ríkisstjórnarflokkurinn, Sam-
fylkingin, ætlar að verða helsti dragbítur í þessu mikla
hagsmanamáli Vestfirðinga. Innan Samfylkingarinnar er
öflug andstaða við  þetta mál og fer þar fremstur fram-
kvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Og augljóst
er að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og yfirráðherra
byggðamála ætlar að gera allt til að svæfa þetta mál.
Sjárvarútvegsráðherra Einar K Guðfinnsson hefur hins vegar
lýst stuðningi við að þessi hugmynd verði könnuð til hlítar.

   Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvort sjálfstæðismenn
ætla líka að leyfa Samfylkingunni að koma í veg fyrir þetta
mikla framfaramál eins og svo mörg önnur á síðustu misserum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein hjá þér. "Störfin" sem eiga að koma í staðin fyrir olíuhreinsunarstöð eru semsagt bara óljósar hugmyndir sem ekki er á hönd festandi.

Benedikt Halldórsson, 14.7.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband