Að afrugla Mið-austurlönd ?


   Á morgun leggur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrríkisráðherra
íslenzka lýðveldisins í tímamótaför til Mið-austurlanda. Tilgangur
ferðarinnar er sagður sá að kynna sér stöðu mála fyrir botni Mið-
jarðarhafs, einkum í Ísrael og Palestínu, auk þess að kanna að-
stæður Íraka sem flúið hafa stríðið og ofbeldið í landi sínu og sem
hafast nú við í Jórdaníu.

   Í þessari merku tímamótaför utanrríkisráðherra íslenzka lýð-
veldisins mun ráðherra hitta fjölda ráðamanna í þessum stríðs-
þjakaða heimshluta. Má þar nefna Tzipi Livni, ísraelska starfs-
systur Ingibjargar og hinn ,,geðþekka" Ehud Barak varnarmála-
ráðherra Ísraela. Þá er vonast til þess að hún nái fundi með
hinum þekkta Shimoni Peres, sem einmitt um þessa helgi mun
taka við forsetaembættinu í Ísrael. Einning mun ráðherra ís-
lenzkra utanríkismála hitta fyrir nokkra ísraelska þingmenn,
svo sem eins og Yossi Beilin og Colette Avital.  Þarna í Ísrael
mun svo Ingibjörg skoða Golanhæðirnar sem Ísraelar stálu
af Sýrlendingum í sex daga stríðinu, og heimsækja svokallaða
Helfarasafn í Jerúsalem.

    Í Palestínu mun svo utanríkisráðherra íslenzka lýðveldisins
heimsækja Ramallah og eiga þar væntanlega góðan og upp-
byggilegan fund með Mahmoiud Abbas, forseta Palestínu. En
sem kunnugt er eru nú tvær ríkisstjórnir við völd í Palestínu,
svo það var úr vöndu að ráða fyrir Ingibjörgu. Niðurstaðan var
sú að hitta Salam Fayyad sem mun vera bæði forsætis- og utan-
ríkisráðherra svokallaðar neyðarstjórnar, en Hamas-ríkisstjórnin
á Gaza sem þó var kosin í lýðræðislegum kosningum virðist ekki
lengur gjaldgeng að mati Abbas forseta og skósveina hans. Lýð-
ræðið er nefnilega mjög afstætt þarna fyrir austan, eins og svo
með margt annað. - Þá mun Ingibjörg fyrir hönd íslenzka lýðveldi-
sins hitta  dr. Mustafa Barghouti, sem veitti Ingibjörgu og flokks-
systkinum hennar þann heiður að vera heiðursgestur á flokks-
þingi Samfylkingarinnar árið 2002. Þá mun Fæðingarkirkja frels-
arans heimsótt og flottamannabúðir í nágrenni Betlehem.

    Í Jórdaníu mun utanríkisráðherra íslenzka lýðveldisins eiga
fund með jórdönskum starfsbróðir sínum, Abdul Iiiah Khatib,
auk þess að heimssækja spítala sem Rauði hálfmáninn rekur í
Ashrafieh, einnig mun ráðherra hitta fulltrúa Flóttamanastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu.

   Af allri þessari upptalningu má sjá að hér er um að ræða
meiriháttar tímamótaför íslenzks ráðherra til Mið-austurlanda.
Tímamótaför sem á vafalítið eftir að verða upphaf af afruglun
þessa stríðsþjakaða heimshluta. Hingað til virðist nefnilega
enginn mannlegur máttur hafa tekist að koma vitinu fyrir þetta
blessaða fólk sem þarna býr. Ekki einu sinni hið friðelskandi
Evrópusamband Ingibjargar og félaga. En nú mun það örugg-
lega takast. Aðkoma hins friðelskandi utanríkisráðhera Íslands
var það sem á skorti, og   því var hún orðin tímabær, og þótt
miklu miklu fyrr hefði verið....

  En svona í lokin veltur maður fyrir sér hvers vegna var aldrei
farið í slíka friðarútrás fyrr? Hvers vegna í ósköpunum hefur enginn 
íslenzkra ráðamanna dottið í hug að afrugla  Mið-austurlönd fyrr en
einmitt nú, þegar frú  Ingibjörg Sólrún Gæisladóttir utanríkisráðherra 
íslenzka lýðveldisins stígur upp í flugvél sína  í fyrramálið,  og flýgur á
vit friðardúfunnar í Mið-austurlöndum?
 
  Spyr sá sem ekki veit..........
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband