Á að flækja Íslandi inn í pólitísk átök í Palestínu ?
20.7.2007 | 13:24
Utanríkisráðherra Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefur ferðast um Mið-austurlönd síðustu daga. Sem
kunnugt er hefur að undanförnu ríkt mjög alvarleg
stjórnarkreppa í Palestínu. Á síðasta ári unnu Hamas-
samtökin afgerandi sigur í löglegum og lýðræðislegum
kosningum. Völdin komust hins vegar í raun aldrei í
hendur harðlínu-íslamistanna í Hamas eftir sigur þeirra
yfir hinni veraldlegu Fatahreyfingu Abbas forseta Pale-
stínu. Eftir sigur Hamas var nánast skrúfað fyrir alla
styrki til Palestínu frá alþjóðasamfélaginu og Ísraelar
frystu allar greiðslur á skatttekjum sem þeir innheimtu
fyrir heimastjórn Palestínu. Eftir mjög hörð pólitísk og
hernaðarleg átök milli Hamas og Fatah leysti Abbas
upp þingið og skipaði bráðabirgðastjórn, sem Hamas
harðneitar að viðurkenna og segir boðaðar þingkosningar
Abbas ólöglegar. Í Palestínu ríkir því í raun pólitísk upp-
lausnarástand þar sem Hamas ræður Gazasvæðinu en
Fatah ræður Vesturbakkanum. Við það lauk blóðugri
valdabaráttu hreyfinganna að sinni, og er því heima-
stjórnarsvæðið í raun klofið í herðar niður.
Við þessar svo mjög krítískar aðstæður í innanríkismálum
Palestínumanna ferðast utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Hún gat í raun ekki valið verri tíma. Í heim-
sókn sinni til Palestínu virðist hún nefnilega algjörlega horfa
fram hjá hinum alvarlega pólitíska klofningi palentísku þjóð-
innar, og þeirri staðreynd, að fyrst verði að koma á fót póli-
tískum stöðugleika á heimastjórnarsvæðinu sjálfu, áður en
nokkur von verði til þess að byggja upp frið milli Palestínumanna
og Ísraela. - Með því að Ingibjörg ákvað að hitta aðeins fulltrúa
Fatah og aðila þeim tengd, hefur hún í raun fyrirgert aðkomu
sína og Íslands að einhverju friðarferli fyrir botni Miðjarðarhafs,
hafi það verið tilgangur ferðarinnar.
Mið-austurlandaför Ingibjargar Sólrúnar er því mjög krítísk
svo ekki sé meira sagt. Hamas-samtökin sem ráða yfir helmingi
heimastjórnarsvæðis Palestínumanna kunna henni lítlar þakkir
fyrir. Út af fyrir sig kann það að vera í lagi. En deilurnar fyrir botni
Miðjarðarhafs eru afar flóknar. Sundrungin og deilurnar meðal
Palestínumanna sjálfra segja þar sína sögu, og standa friðar-
ferlinu í raun mest fyrir þrifum um þessar mundir.
Með engu móti verður því séð hvaða tilgangi það þjóni, að flækja
Íslandi inn í slík átök! Það er göfugt að vilja bjarga heiminum, en
þá verður raunsæið líka að vera með í för!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.