Á ađ flćkja Íslandi inn í pólitísk átök í Palestínu ?
20.7.2007 | 13:24
Utanríkisráđherra Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefur ferđast um Miđ-austurlönd síđustu daga. Sem
kunnugt er hefur ađ undanförnu ríkt mjög alvarleg
stjórnarkreppa í Palestínu. Á síđasta ári unnu Hamas-
samtökin afgerandi sigur í löglegum og lýđrćđislegum
kosningum. Völdin komust hins vegar í raun aldrei í
hendur harđlínu-íslamistanna í Hamas eftir sigur ţeirra
yfir hinni veraldlegu Fatahreyfingu Abbas forseta Pale-
stínu. Eftir sigur Hamas var nánast skrúfađ fyrir alla
styrki til Palestínu frá alţjóđasamfélaginu og Ísraelar
frystu allar greiđslur á skatttekjum sem ţeir innheimtu
fyrir heimastjórn Palestínu. Eftir mjög hörđ pólitísk og
hernađarleg átök milli Hamas og Fatah leysti Abbas
upp ţingiđ og skipađi bráđabirgđastjórn, sem Hamas
harđneitar ađ viđurkenna og segir bođađar ţingkosningar
Abbas ólöglegar. Í Palestínu ríkir ţví í raun pólitísk upp-
lausnarástand ţar sem Hamas rćđur Gazasvćđinu en
Fatah rćđur Vesturbakkanum. Viđ ţađ lauk blóđugri
valdabaráttu hreyfinganna ađ sinni, og er ţví heima-
stjórnarsvćđiđ í raun klofiđ í herđar niđur.
Viđ ţessar svo mjög krítískar ađstćđur í innanríkismálum
Palestínumanna ferđast utanríkisráđherra Íslands, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Hún gat í raun ekki valiđ verri tíma. Í heim-
sókn sinni til Palestínu virđist hún nefnilega algjörlega horfa
fram hjá hinum alvarlega pólitíska klofningi palentísku ţjóđ-
innar, og ţeirri stađreynd, ađ fyrst verđi ađ koma á fót póli-
tískum stöđugleika á heimastjórnarsvćđinu sjálfu, áđur en
nokkur von verđi til ţess ađ byggja upp friđ milli Palestínumanna
og Ísraela. - Međ ţví ađ Ingibjörg ákvađ ađ hitta ađeins fulltrúa
Fatah og ađila ţeim tengd, hefur hún í raun fyrirgert ađkomu
sína og Íslands ađ einhverju friđarferli fyrir botni Miđjarđarhafs,
hafi ţađ veriđ tilgangur ferđarinnar.
Miđ-austurlandaför Ingibjargar Sólrúnar er ţví mjög krítísk
svo ekki sé meira sagt. Hamas-samtökin sem ráđa yfir helmingi
heimastjórnarsvćđis Palestínumanna kunna henni lítlar ţakkir
fyrir. Út af fyrir sig kann ţađ ađ vera í lagi. En deilurnar fyrir botni
Miđjarđarhafs eru afar flóknar. Sundrungin og deilurnar međal
Palestínumanna sjálfra segja ţar sína sögu, og standa friđar-
ferlinu í raun mest fyrir ţrifum um ţessar mundir.
Međ engu móti verđur ţví séđ hvađa tilgangi ţađ ţjóni, ađ flćkja
Íslandi inn í slík átök! Ţađ er göfugt ađ vilja bjarga heiminum, en
ţá verđur raunsćiđ líka ađ vera međ í för!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.