Ratsjárkerfið sannar gildi sitt


    Í fyrradag flugu tvær rússneskar orustuþotur niður með
strönd Noregs í átt að Bretlandseyjum. Norskar herþotur
voru sendar á loft og fylgdust með flugi Rússana. Breskar
herþotur flugu einnig til móts við þá. Langt er um liðið að
slíkt hafi gerst. Atburðurinn er settur í samband við sívax-
andi spennu milli Breta og Rússa vegna Litvinenkos- mál-
sins.

   Rússnesku herþoturnar flugu einnig í átt til Íslands, en
virtu í einu og öllu íslenzka lofthelgi. Því var engin ástæða
til að aðhafast af íslenzkum stjórnvöldum. Þökk sé íslenzka
ratsjárkerfinu, sem þarna sannaði gildi sitt. Það tengist
loftvarnarkerfi Nató, en um það verður rætt innan Atlants-
hafsbandalagsins á næstunni, ásamt því hvernig loftvörnum
Íslands verði fyrirkomið í framtíðinni.

   Ljóst er að Ísland þarf á öflugu loftvarnarratsjárkerfi að
halda, ásamt lágmarks loftvörnum. Fyrrverandi utanríkis-
ráðherra og núverandi dómsmálaráðherra unnu mjög vel og
markvíst að öryggis-og varnarmálum eftir brottför bandariska
hersins frá Íslandi. Varðandi loftvarnir var rætt við Norðmenn
og Þjóðverja, en þýzkar herflugvélar eiga hér oft viðkomu.
Hugur núverandi utanríkisráðherra virðist hins vegar afar óljós
í þessum efnum. Hugurinn þar í dag virðist fremur beinast að
Afríku og Mið-austurlöndum, en mikilvægum hagsmunum Íslands
í öryggis-og varnarmálum.......

 



   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband