Iðnðarráðherra vinnur gegn olíuhreinsunarstöð
23.7.2007 | 15:01
Eyjan.is segir í frétt í dag að mjög óljóst bakland sé
um umsóknir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.
Segir að ,,óljóst er hverjir mundu reka olíuhreinsistöð
á Vestfjörðum ef samningar næðust um byggingu
hennar. Ekkert er fast í hendi með fjármögnun og við-
skiptasamninga í tengslum við reksturinn. Menn í stjórn-
kefinu telja að þeir rússnesku aðilar, sem eru að þreifa
fyrir sér um verkefnið hérlendis, séu fyrst og fremst að
skapa sér viðskiptatækifæri. Þeir sjáu verðmæti í því að
ná samningi við Íslendinga."
Þessir menn í stjórnkerfinu sem Eyjan.is vitnar í hljóta
að vera innanbúðarmenn hjá Össuri Skarphéðinssyni
iðnaðarráðherra, sem hefur fundið hugmyndinni um
byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum allt til
foráttu. Athygli vekur að fréttamenn Eyjunnar.is skuli
ekki hafa sett sig í samband við Ólaf Egilsson, fyrrver-
andi sendiherra, og eins af forvígismönnum Íslenzks
hátækniiðnaðar, sem stofnað var um þessa hugmynd.
Ólafur var einmitt í viðtali við RÚV s.l föstudag og hafði
allt aðra sögu að segja en fram kemur í frétt á Eyjuinni.
is. Þvert á móti eru fjárfestar bjartsýnir, ekki síst eftir að
jákvæð viðbrögð vestfirskra ráðamanna komu í ljós. Af
eðlilegum ástæðum hvílir mikil viðskiptaleynd yfir málinu.
Það virðist vera aðalhlutverk ráðherra Samfylkingarinnar
í ríkisstjórninni að koma í veg fyrir allar þjóðhagslegar arð-
bærar stórframkvæmdir eins og byggingu olíuhreinsunar-
stöðvar á Vestfjörðum. Mun þeim takast það með tilheyr-
andi stöðnun og kreppu í framhaldi af því ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.