Ingibjörg kemur í heimsókn til Íslands


    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra,  mun
í kvöld koma í heimsókn til Íslands frá Mið-austurlöndum.
Á þeim stutta ferli sínum sem utanríkisráðherra,  hefur
hún víða um heimsins slóðir farið, enda vandamálín víða
stór og mikil, og í mörg horn að líta, úti í honum stóra
heimi. Í lokaáfanga í viku heimsókn sinni til Mið-austurlanda,
ítrekaði hún í Jórdaníu í dag, mikilvægi þess, að koma á friði
og stöðugleika í Mið-austurlöndum. Ummæli hennar vöktu
mikla og verðskuldaða athygli. Óhætt er að fullyrða, að eftir
þessa mikilvægu för Ingibjargar til Mið-austurlanda, hafi friðar-
horfur þar stóraukist. Plestínuvandamálið heyrir nú loks
sögunni til.

   Þá eru góðar horfur á að flóttamenn frá Írak fái lausn
sinna mála. Skv. frétt á Mbl.is í dag greindi fréttastofan
Petra í Jórdaníu frá því, að útanríkisráðherra Íslands
teldi góðan möguleika á því að flytja íraska flóttamenn,
(þó ekki alla) sem eru í flóttamannabúðum í Jórdaníu,
heim til Íslands. Hvort þetta gæti orðið mikilvægur liður
í svokölluðum  mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar,
skal ósagt látið, en óneitanlega myndi þetta skapa
mörg mikilvæg störf víða um land við að taka á móti
hinum írönsku flóttamönnum, og reyna að aðlaga þá
íslenzku samfélagi.

   Skv. frétt á Mbl.ís hafði hin jórdanska fréttastofa Petra
eftir Ingibjörgu, að þar sem Ísland er að sækjast eftir 
sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi verið  mjög
nauðsynlegt að kynna sér stöðu mála í Mið-austurlöndum.
Undir þetta ber að taka, enda gríðarlega mikilvægt orðið
fyrir Ísland að komast í Öryggisráðið, í ljósi þess hvað
Ísland er á skömmum tíma orðið mikilvægt og algjörlega
ómissandi í því að leysa heimsins vandamál.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú óþarfi að fara á taugum þó ISG reyni að rjúfa þá hefð íslenskra utanríkisráðherra að vera lítið annað en blaðafulltrúar Bandaríkjastjórna. Tímarnir eru að breytast. Reyna að lifa við það. 

Baldur Fjölnisson, 23.7.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er nú bara ansi ánægður Baldur meðan hún fer ekki í sama farveg og Hornafjarðarlúðinn og fer að salla inn fólki og opna sendiráð um alla heimsbyggðina.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.7.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Hafsteinn:

Þú ert sem sagt andvígur fleiri viðskiptatengslum og tvíhliðasamningum á milli Íslands og annarra þjóða??

Getur þú nefnt þess sendiráð sem voru opnuð um ALLA heimsbyggðina? 

Guðmundur Björn, 24.7.2007 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband