Vestfirðingar senda Össuri og Co rauða spjaldið


   Í kjöldfréttum sjónvarpsins kom fram að bæjarstjórn
Vesturbyggðar hafi í dag samþykkt að breyta skipulags-
málum sveitarfélagsins þannig, að leyft verður að byggja
olíuhreinsunarstöð í landi Hvestu í Arnarfirði. Viljayfirlýsing
um landakaup þar undir olíuhreinsunarstöð liggur fyrir frá
Íslenzkum Hátækniiðnaði, auk þess viljayfirlýsing bóndans
í Hvestu í Arnarfirði.

  Þetta eru mikil gleðitíðindi en um leið mikill áfellisdómur
yfir Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra sem allt hefur
gert til að tala þetta mikla hagsmunamál Vestfirðinga niður,
og hefur í því sambandi ekki hikað við að koma með villandi
yfirlýsingar og beinlínis blekkingar, til að koma í veg fyrir
framgang þessa máls.

   Fyrir liggur mikill stuðningur meðal Vestfirðinga og raunar
þjóðarinnar allrar við þetta mál. Einar Kr. Guðfinsson sjávar-
útvegsráðherra hefur m.a lýst stuðningi sínum við málið.
Því stóriðja af þessu tagi yrði gríðarleg lyftistöng fyrir
vestfirsk samfélag, og veitir ekki af eins og mál standa í
dag.

   Til hamingju Vestfirðingar með þennan áfangasigur !

   Þú Össur og þitt lið hefur hins vegar fengið rauða spjaldið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband