Olíuhreinsunarstöðvarmálið veldur titringi.


    Ljóst er að eftir að nú liggur fyrir samþykki bæjarstjórnar
Vesturbyggðar, og viljayfirlýsing Íslenzks hátækniiðnaðar
og landeiganda í Arnarfirði um byggingu olíuhreinsistöðvar,
er komin upp titringur innan ríkisstjórnarinnar. Íðnaðarráð-
herra og sterk öfl innan Samfylkingarinnar hafa talað mjög
ákveðið gegn hugmyndinni, meðan sjávarútvegsráðherra
er jákvæður fyrir því að málið sé skoðað, enda mikill stuð-
ningur meðal sjálfstæðismanna á Vestfjörðum fyrir fram-
gangi málsins.

   Nú þegar málið er komið á það stig að lykilaðilar hafa náð
samkomulagi um að málið verði keyrt áfram þannig að fram-
kvæmdir að vori geti hafist, er ljóst að aðkoma ríkisstjórnar-
innar, sérstaklega iðnaðarráðuneytisins er óumflyjanleg.
Ekki verður því annað séð en að til átaka geti komið milli
stjórnarliða, enda gíðarlegir hagsmunir og fjármunir í húfi.

   Miðað við yfirlýsingar iðnaðarráðherra og ýmissa hópa
innan Samfylkingarinnar verður spennandi að sjá hvernig
mál þróast á næstunni.  Óhjákvæmilega standa menn frammi
fyrir stórpólitiskum ákvörðunum í máli þessu á næstu vikum
og mánuðum....
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband