Nokkur orð um róttæklinga að gefnu tilefni
17.8.2007 | 20:34
það er alveg með ólíkindum að á 21 öldinni skuli enn vera
til blindir vinstrisinnaðir róttæklingar á Íslandi. Róttæklingar
sem meir að segja kalla hinn illræmda forseta Venusúela
hetju hér á bloggsíðum sínum. Kommúnistann sem er að
hverfa með þjóð sína marga áratugi aftur í tímann með
þjóðnýtingu og stórskertu skoðanafrelsi. Svona maður er
HETJA uppi i á Íslandi hjá afdönkuðum sósíalistum og
vinstrisinnuðum róttæklingum. Róttæklingum sem hrósa
jafnvel stjórnarfarinu á Kúbu og einnig Víetnam þar sem
síðast í dag menn voru dæmir í fleiri ára fangelsi fyrir að
hafa dreift óhróðri um ríkisstjórnina. - - Róttæklingar,
sem hika ekki við að verja í bak og fyrir erlenda anarkista
og uppvöðsluhópa sem þverbrjóta lög og reglur á Íslandi
og standa fyrir skemmdarverkum. Róttæklingar sem finnst
mjög við hæfi að stofna til tengsla við ýmiss vafasöm sam-
tök erlendis, sbr fyrirrennara austur-þýzkra kommúnista.
Rótttæklingar sem berjast fyrir að íslenzk þjóð ein allra þjóða
í hinum viðsjárverða heimi verði berskjölduð og varnarlaus.
Róttæklingar sem misnota gróflega öll nátturuverndarsjónar-
mið í pólitískum tilgangi. Þeim tilgangi, að þjóðin fái ekki að
nýta auðlyndir sínar á skynsaman og eðlilegan hátt, þannig
að efnahagslegt hrun skapist og stjórnleysi í kjölfarið á því.
Upplausn, eymd og kreppa ! Róttæklingar, sem ekkert heilagt
sjá eða virða, ekki einu sinni Menningarnóttina í Reykjavík,
en þar ætla þeir í fyrsta skiptið að standa fyrir RóttÆKRARÖLTI
um miðbæinn, eins og þeir kalla það, og koma þannig póli-
tískum stimpli á þessa menningarhátið í óþökk allra borgarbúa.
Hýsingin á þessu fyrirbæri fer svo fram í einni hirslu stjórn-
málaflokks sem kennir sig við vinstri og grænan lit............
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Athugasemdir
Finn svolítið til með þér - og vorkenni.
......og síðan hvenær er Menningarnóttin heilög?
Jóhann (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:08
Menningarnóttin hefur hingað til verið laus við pólitískar uppákomur,
í þeim skilningi hefur hún verið ,,heilög" í augum borgarbúa.
En nú virðast laumukommar eins og þú Jóhann ætla að breyta því.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 21:24
Ég ætla mér akkúrat ekkert með þessa blessuðu Menningarnótt...........en gaman að þú skulir vera búinn að ákveða minn stað í pólitíkinni - pá -pá - skjóttu að vild!
Jóhann (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 22:04
Jóhann minn. Finn svolítið til með þér - og vorkenni.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 22:09
Mér finnst nú að þú boðir meiri öfgar en þessu blessuð grey sem þarna mótmæla. Get nú ekki séð að nokkrar málinga klessur séu meiriháttar skemmdarverk. EN skv. þessari og fleiri færslum hjá þér má fólk ekki mótmæla. Það má ekki hafa þá skoðun að Ísland geti komist af án fleiri álvera og annarrar stóriðju.
Finnst að þú gætir nú sýnt umburðarlyndi. VIð viljum flest ekki ríki sem tekur á mótmælendum eins og við gerðum við Falon Gong en það er fyrirmyndar ríkið þitt skv. þessu.
En þar sem þú minnist á Kúbu þá vil ég benda þér á Moore myndina Sicko. Þar er fjallað um heilbrigðiskerfið í USA. Hann fer með fyrrum hermenn sem fá ekki heilbrigðisþjónustu í USA vegna peningaleysis og trygginga. Á Kúbu fá þeir fyrirmyndarþjónustu og þurfa ekki að borga.
Ég hef ekki heyrt að Vg sem flokkur hafi verið að verja skemmdarverk þessara krakka. En Vg er náttúrulega grænn flokkur sem er alfarið á móti stóriðju. Það er þeirra skoðun. Þú aftur villt stóriðju í hvert horn skv. þínum skrifum það er þín skoðun.
Venesúela er dæmi um land þar sem erlend fyrirtæki hafa arðrænt landið borgað skíta laun og allur hagnaður fluttur úr landi. Og fyrir land sem er fátækt er það ekki ásættanlegt. Ef að fyrirtækin hefðu látið fólkið og landið njóta hagnaðarins með því að borga betri laun og fjárfesta frekar í löndunum væri þessi staða ekki komin upp.
Finnst í raun að þú boðir öfgafulla íhaldsstefnu án nokkurs umburðarlyndis. Svona í ætt við fasisma. Hélt að þú værir framsóknarmaður
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2007 kl. 01:14
Magnús minn. Ef ég er öfgafullur íhaldsmaður eða fasisti eins og
þú segir þá ert þú Rauður Khmeri. En svona eiga menn ekki að tala.
Hins vegar er það afar skondið þegar þú talar um þessa róttæklinga sem einhver saklaus grey. Það er gallinn á ykkur sem eru eins langt til vinstri og þú að allt sem þessir vinstrisinnaðir róttæklingar og rugludallar aðhafast er saklaust og nánast sjálfsagt þótt þeir þverbrjóti landsins lög og reglur og ástundi skemmdarverk af ýmsu tagi. Og þeir sem voga sér að hallmæla slíku eru ásakaðir um skort á umburðarlyndi. Umburðarlyndið
á sem sagt að virka bara á annan veginn. Róttæklingurinn hefur
sem sagt rétt til að koma í veg fyrir að ég komist leiðar minnar
niður Laugaveginn, eins og gerð var tilraun til í sumar? Það er
alveg makalaust hversu sumir eru tilbúnir til að ganga langt að
verja slíka uppvöðsluhópa. Hér er alls ekki við hæfi að tala um
umburðarlyndi. Og talandi um Falon Gong þá var það nú ein
útgáfan af gróflegri íhlutun erledra mótmælanda af okkar innanríkismálum, og var tekið á þeim málum eins og tilefnið
stóð til.
Hélt Magnús minn að þú værir frjálslyndur krati og móti öfgum,
líka til vinstri!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2007 kl. 09:46
Ef að umburðarlyndi er langt til vinstri þá má alveg setja mig þar. En ég er á því að allir megi tjá sínar skoðanir. Og ég minni á að stóriðja er skv. mörgum vísindamönnum ógnun við framtíð okkar. Og því er eðlilegt að hópar bendi á það. Þó er ég ekki viss um aðferðir þessara krakka skili þeim nokkru.
En ég tel að þau megi tjá sínar skoðanir með sínum hætti á meðan þau valda ekki öðrum verulegri hættu.
Minni líka á að stóriðja og stóriðja er ekki það sama. T.d. bendi ég á áþinuverksmiðju á Akureyri sem kostar ekki nýja virkjun, losar ekki mengandi lofttegundir. Og skapar væntanlega um 100 manns vinnu. Átöppunarverksmiðju við Stykkishólm sem skapar um 50 störf.
En þú dásamar olíuhreinsunarstöð og álver. Og þau sannanlega menga verulega mikið. Álver þurfa mikla orku og vatnsafl okkar er takmarkað + að það skapar varanleg ör í einstaka náttúru og landslag okkar. Því finnst mér að það þurfi að velja vel það sem er virkjað og hvað orkan er notuð í.
Og því finnst mér að þessi mótmæli þeirra sé rödd sem við eigum að leyfa að heyrast. Það er jú ekki okkar einkamál ef við eyðileggjum fyrir komandi kynslóðum ómetanlega náttúru. Og um leið og við verðum að reyna að hamla því að jörðin verði óbyggileg. Og það er ekki einkamál okkar íslendinga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.