Duglaust Evrópusamband sbr. Grikkland


    Neyðarástand er í Grikklandi, einum af ríkjum Evrópu-
sambandsins. Eldar loga um gjörvalt Grikkland vegna
mikilla skógarelda. Hátt í 100 manns hafa farist og 500
íbúðarhús hafa brunnið til ösku. Hamfarirnar eiga sér
engin fordæmi í Grikklandi. Athygli vekur dugleysi og
máttleysi Evrópusambandsins við að koma Grikkjum
til hjálpar, þrátt fyrir ákall griskra stjórnvalda til ESB
um hjálp. Einungis Frakkar, Þjóðverjar af ESB löndum
hafa sýnt lit. Hins vegar hafa lönd utan ESB eins og
Noregur, Serbía, Ísrael boðið aðstoð, og jafnvel
Ísland ef marka má fréttir.

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu
þunglamalegt og seinvirkt Evrópusambandið er, og
fer versnandi eftir því sem aðildarríkjum þess fjölgar.
Það skynjar ekki einu sinni þegar eitt af aðildarríkjum
þess brennur í orðsins fyllstri merkingu.

  Evrópusambandið er nátttröll. - Gott að vera laus
við nátttröll !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það er nú einu sinni þannig að Evrópusambandið hefur mjög takmarkað hlutverk sem snýr einkum af viðskiptum. Evrópusambandið einfaldlega hefur hvorki her né björgunarsveitir að senda. Enda hafa aðildarríkin ekki falið sambandinu að stofna slík apparöt.

Ég geri annars ráð fyrir því að þú munir héðan í frá óska eftir því að stofnaðar verða risavaxnar björgunarsveitir undir stjórn Evrópusambandsins svo hægt sé að sinna þessu nýja hlutverki sem þú vilt að það sinni.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þórir. Hefur ESB ,,mjög takmarkað hlutverk sem snýr einkum að viðskiptum" ? ESB er nú einmitt grundvallað á viðskiptum, og er nú
að þróast í átt að Sambandsríki.
Vísir að her ESB er þegar orðinn að veruleika, og hingað til hefur ekki skort á miðstýringu þess á öllum sviðum. Hins vegar er þetta orðið þvílíkt bákn að stjórn- og boðkerfin innan þessa virka ekki þegar mest liggur við eins og sannast nú í Grikklandi.
ESB er orðið að rísastóru nátttrölli sem stirnar upp í hvert sinn sem eitthvað bjátar á.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr frétt á www.ruv.is síðan í morgun:

Björgunarmenn og flugvélar frá Evrópusambandsríkjum eru nú að störfum í Grikklandi og er búist við að hjálp berist einnig frá löndum utan Evrópusambandsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.8.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Magnús minn. Loksins rumskar Evrópusambandið þegar ALLT er
komið í óefni!  Þvílíkt Evrópusamband !  kræst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 00:49

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefð nú frekar haldið að það væri nató sem ætti að hjálpa þeim. Evrópusambandið er ekki með flugvélar. En við að skoða fréttir á netinu þá er ljóst að tæki og mannskapur var kominn til Grikklands innan við sólarhring eftir að þeir báðu um aðstoð.  Og eins frá Norðmönnum. Þá ber að geta þess að það eru ekki allar þjóðir sem eru með tæki til að fást við skógarelda.

Ef þú vilt setja út á ESB þá ættir þú að finna eitthvað annað en þetta

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.8.2007 kl. 11:04

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að sjálfsögðu hafa ríki ESB yfir nægum flugflota að ráða í þetta
verkefni. Eftir stendur að baknið í Brussel brást seint og illa við
þessum hamförum og það er ekki fyrr en fyrst núna þegar nær
hálft Grikkland er brunnið að nátttröllið í Brussel rumskar!
Að sjálfsögðu er vert að setja út á það Magnús............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En er skv. þér það ekki inngrip í innanríkismál. Eru það ekki Grikkir sjálfir sem eiga að stýra því hvað aðstoð þeir þyggja? Samkvæmt þér meiga ráðherrar annarra ríkja ekki heimsækja systurflokka sína án þess að það séu afskpti af innanríkismálum.

Síðan máttu ekki gleyma að ESB er samband sjálfstæðra ríkja og innanríkismál heyra undir hvert og eitt.

Mér finnst ESB hafa brugðist vel við og í dag var sagt frá því að aðstoð sem þeir hafa boðið er sú umfangsmesta í sögu ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.8.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband