Utanríkisráðherra boðar mjúka utanríkisstefnu


   Í fréttum á stöð 2 í kvöld kom fram að utanríkisráðherra
boðar mjúka utanríkisstefnu. Mjúka utanríkisstefnu? Hef
aldrei heyrt svona orðalag áður. Mjúk utanríkisstefna ! -
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, en að boða mjúka utan-
ríkismálastefnu hlýtur þá að vísa til þess að sú stefna sem
fylgt hafi verið undanfarin misseri og ár hafi þá verið hörð.
Skrifa sjálfstæðismenn undir það ? En hvernig þá hörð?
Mjög hörð eða miðlungs hörð? Og hvernig mjúk á þá hin nýja 
að vera ? Hér hlýtur að vera um eitthvað meiriháttar nýyrði
að ræða í stjórnmálasögunni. Helt að utanríkisstefna byggðist
á ákveðinni afstöðu til afmarkaðra mála hverju sinni, og því
væri með engu móti hægt að tala um eitthvað mjúkt/hart
þegar fjallað væri ALMENNT um utanríkisstefnu Íslands.

   Þessi stórmerku orð utanríkisráðherra fellu á ráðstefnu sem
bar yfirskriftina ,,Kapphlaupið á Norðurpólnum", þar sem m.a
fulltrúar danska flotans og sænska hersins voru meðal gesta.
En ef að líkum lætur stefnir nú ekki aldeilis í nein mjúklegheit
varðandi baráttuna um Norðurpólinn, og því eru ummæli utan-
ríkisráðherra sögð við afar óheppilegar aðstæður, svo ekki sé
nú meira sagt. Eða hvað ætli dönsku og sænsku herfulltrúarnir
hafi hugsað? Kannski bara  brosað.

   Í ræðu sinni sagði utanríkisráðherra að ,, tilhneigingin undan-
farið hafi verið að blanda saman lögreglu og her". Þá átti hún
væntanlega við vopnaðar sveitir - eins og Íslendingar hafa
haft í Afganistan. Skv. þessu mega Íslendingar hér eftir ekki
einu sinni bera vopn í nauðvörn á ófriðarsvæðum. Talaði um
,,gjörbreytta stefnu í öryggis- og varnarmálum" án þess að
útlista það nánar.  Hvað ætli dómsmálaráðherra hugsi, sem 
þvert á móti hefur talað fyrir virkri aðkomu Íslendinga að sínum
varnar-og öryggismálum, með stóreflingu Landhelgisgæslu,
lögreglu, greiningardeildar og varaliðs lögreglu svo dæmi
sé nefnt, og sem fyrrverandi ríkisstjórn studdi heilshugar.
Eða á að leggja kannski Víkingasveitina niður? Hún ber vopn,
byssur, ekki satt ! Utanríkisráðherra er á móti vopnum. Þau
eru ljót og hættuleg skv. hinni ,,gjörbreyttri en mjúku utanrík-
isstefnu" Ingibjagar Sólrúnu Gísladóttir, sem hin nýja flokks-
forysta Sjálfstæðisflokksins leggur væntanlega blessun sína
yfir.  Eða hvað ?

   
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú sért að misskilja hana. Hún sagði að við mundum ekki ganga á milli stríðandi fylkinga. Hér er kafli úr ræðunni hennar:

Aukinni ábyrgð okkar innan NATO fylgir einnig þátttaka Íslands í mörgum hinna nýju verkefna NATO svo sem á sviði friðargæslu í löndum og á svæðum utan hefðbundins athafnasvæðis bandalagsins. Hafa verður þó í huga að við höfum ekki hermenn til að ganga á milli stríðandi fylkinga en hins vegar margs konar hæft fólk sem kemur til verka þegar byssurnar eru þagnaðar. Íslensk friðargæsla verður því öðru fremur á því sviði sem skilgreint er sem friðaruppbygging. Ísland mun aldrei taka að sér að gegna hlutverki í sambandi við svokallaðar „harðar” varnir.

Ekki stendur þannig til að stofna íslenskt varnarlið, eða her. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt og í raun í andstöðu við íslenska hefð. Síðustu menn undir vopnum á Íslandi voru afvopnaðir um miðja 16. öld. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að það var forsenda þess að Ísland gerðist stofnaðili að NATO árið 1949 að landið hefði ekki her og hyggðist ekki koma honum upp. Sú forsenda er enn í fullu gildi.

Hlutverk Íslands verður hins vegar þeim mun meira áberandi á grunni „mýkri” varna (soft defense) þar sem utanríkisþjónustan gegnir lykilhlutverki og starf okkar á sviði friðargæslu og þróunaraðstoðar eru í öndvegi.

Hún sagði síðan um lögreglunna að varast bæri að rugla saman verkefnu lögreglu og síðan hers. Og það á jú að vera tvennt ólíkt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Hinir dönsku og sænsku herfulltrúar brostu. Á ég
hlæja ?   :)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Hinir dönsku og sænsku herfulltrúar brostu. Á ég að
hlæja ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umræðupólitík...mjúk utanríkisstefna...

Verður hennar minnst fyrir nýyrðasmíð? Ekki verður hennar minnst fyrir pólitísk klókindi

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 01:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sé ekki alveg fyrir mér að það gangi upp mjúk stefna Ingibjargar og hörð stefna Dómsmálaráðherra.  Þar hlýtur eitthvað bara svona seigt að verða útkoman. Nema ólseigt verði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 12:40

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki veit ég hvað Ingibjörg Sólrún ætlar að gera þegar Björn Bjarnason stofnar sinn íslenska her sem hann dreymir um.  Eða verður þetta einhver mjúkur her hjá Birni.

Jakob Falur Kristinsson, 30.8.2007 kl. 17:06

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem fullvalda og sjálfstæð þjóð munum við ekki komas hjá því að
axla FULLA ábyrgð á okkar öryggis- og varnarmálum. Allar sjálfstæðar þjóðir hafa sinn mannskap til að verja sitt land og
þjóð. ALLAR! Hvers vegna ætti hið sama ekki að gilda um okkur?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband