Ótrúlega slakt eftirlit


   Það er alveg ljóst að opinberir aðilar með Vinnumálstofnun
í broddi fylkingar eru engan vegin að standa sig í því að fylgja
eftir að lög og reglur um erlent vinnuafl sé fylgt eftir. Þrátt fyrir
meiriháttar brotalamir á síðasta ári hvað þetta varðar, virðist
ástandið enn vera óásættanlegt. Nýlegt rútuslýs ber vott um
það. Hvers vegna eru þær heimildir sem þó eru í lögum ekki
framfylgt? Hvers vegna eru viðurlög ekki stórhert við brotum
af þessu tagi ? Hvers vegna er ólögleg starfsemi ekki stöðvuð
þegar í stað þegar upp um hana kemst , og viðkomandi refsað?  
Hvers vegna er eftirlit með ólöglegu vinnuafli ekki  stóreflt og
allar aðgerðir samræmdar  ?

   Með núverandi ástandi er verið að stórskaða heiðviðra
atvinnurekendur sem fara að lögum auk þess sem kaup
og kjör hins vinnandi  manns er stefnt í hættu með alls-
kyns undirboðum með svartri vinnu. Hið opinbera verður
svo af ótöldum fjármunum varðandi skatta og skyldur.

   Ísland er eyja og þjóðin fámenn. Þess vegna er það
alveg með ólíkindum að svona lögleysa  skuli geta átt sér
stað, og að ekki hafi verið fyrir löngu tekið á henni, þannig
að hún heyri nú sögunni til..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veistu Guðmundur nú erum við bara alveg sammála. Bendi á pælingu hjá mér um hvort að verið er að leyfa Arnarverki og fleirum að klára verkið upp við Kárahnjúka áður en saumað er að þeim. Þeir standa víst tæpt fjárhagslega. Og eins þá er þetta slæmt fyrir alla aðila. Ríkið fær ekki skatt og lögleg gjöld af þessum mönnum, verkalýðsfélög lenda í erfiðri stöðu við gerð samninga, fyrirtæki sem fara að lögum verða ekki samkeppnishæf við þá sem koma sér undan að greiða skatta og skildur af þessum erlendu starfsmönnum. Sem og að þau borga þeim sjálfssagt langt undir töxtum og markaðslaunum

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Erum samt oft ansi sammála. Get oft tekið undir
fjölmargt sem þú skrifar hér, og þannig á það líka að vera........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband