Viðskiptaráðherra vill setja kvótann á erlendan markað


  Viðskiptaráðherra ætlar að endurskoða lög um erlenda
fjárfestingu. Það er alveg ljóst að eitt af því sem hugur
hans stendur til, er að að gera erlendum aðilum kleyft að
fjárfesta í íslenzkri útgerð. Í dag er það bannað, og það
bann er einungis mögulegt af því við erum ekki í ESB.

  Ef útlendingar fengu sama fjárfestingarétt og Íslendingar
í íslenzkri útgerð, gætu þeir með tíð og tíma komist yfir
stórs hluta fiskveiðikvótans á Íslandsmiðum. Hann myndi
einfaldlega verða keyptur úr landi og þar með allur virðis-
aukinn sem honum fylgdi. Þetta er alþekkt innan ESB og
hefur verið kallað kvótahopp. Breskur sjávarútvegur er
besta dæmið um það. Hann er nánast í rúst. Spánverjar
og Portugalir eiga í dag stór hluta kvótans í breskri
fiskveiðilögsögu. Það er einmitt út af þessari hættu sem
útlendingum er bannað að fjárfesta í íslenskri útgerð.
Þessu vill nú viðskiptaráðherra breyta. Ekki verður trúað
að sjávarútvegsráðherra og hans flokkur samþykki það.

  Annars er það með ólíkindum hvað krötunum  komast upp
með þessa dagana. Jafnvel þótt fjöregg íslenzkrar þjóðar
sé annars vegar...............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú með afbrigðum að þó að Björgvin sé að skipa starfshóp um hvernig megi auðvelda erlendum fjárfestum aðgang að fyrirtækjum hér þá er allt í einu farið að selja kvótan úr landi. Þetta er bara ekkert sem rætt var um.

Minni á að nokkrir aðilar hér á landi hafa nú á síðustu 20 árum fengið völd yfir um 80% af öllum óveiddum fiski hér við land. Og þessir sömu aðilar eru virkir í útrás fjárfesta erlendis. Þannig að mestur hluti hagnaðar hefur hvort eð er leitað til útlanda. Það er nú hægt að setja í lög að ekkert fyrirtæki eða einstaklinga megi eiga eða veiða fisk við Ísland nema að vera skráð hér á landi.

Minni á að í dag var verið að fjalla um í fjölmiðlum að eigendur Brims voru að flytja allann kvóta sinn frá Akureyri. Þannig að við höfum ekki verið að hafa miklar áhyggjur af fjöregginu okkar hingað til.

Held samt að hann hafi verið að tala um þetta svona almennt. Finnst bara spurning afhverju þetta hafi ekki verið skoðað fyrr. Veit að þetta var skoðað þegar að til stóð að erlendir aðilar keyptu hluta í íslendsku bönkunum. En lítið verið rætt um þetta síðar.

Ég vildi líka að það væri kannað hvernig að við gætum auðveldað erlendum fyrirtækjum að hefja starfsemi hér.  Jafnvel í fiskiðnaði.  En þó sérstaklega í þeim greinum þar sem skortir samkeppni eins og í bankaviðskiptum, verslun og viðskiptum, Olíu og bensínsölu og svo framvegis. Jú ekk má gleyma tryggingum þar sem að fyrirtæki sem fyrir eru á markaði hér hafa kæft alla samkeppni með því að lækka verð til að bola fyrirtækjum af markaði eða keypt upp samkeppnisfyrirtæki eins og t.d. Vörð og Íslandstryggingu.

En þetta lagast allt þegar við göngum í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.9.2007 kl. 23:53

2 identicon

Hvers vegna ertu svona viss um að útlendingar muni koma og kaupa upp alla útgerð og hirða með því allan ávinning af fiskveiðum.

Fyrir það fyrsta er staða sjávarútvegs ekkert sérlega beysin, skuldir greinarinnar eru ofboðslegar. Í annan stað ætti þetta að lúta sömu lögmálum og stóriðjan. Þar eru eingöngu útlend félög sem hirða virðisauka greinarinnar.

Svo, síðast en ekki  síst, er ekkert víst að svona svartsýnisspár gangi eftir. Þegar EES samnigurinn var gerður töldu nokkrir að um einhverskonar heimsendi væri að ræða og höfðu uppi ljót orð um Krata. Fullyrt var að auðugir útlendingar kæmu strax og keyptu upp landið og var laxárdalurinn tekinn sem dæmi um jarðir sem útlendingar myndu kaupa um leið og færi gæfist. Það sjá allir í dag hversu banlegt og vitlaust þetta var af andstæðingum þessa þjóðþrifa samnings.

Eins hygg ég að sé um þennan ótt sem þú setur hér fram. Að auki verða aldrei framfarir ef ekki má ræða mál.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Jú, viðskiptaráðherra vill galopna fyrir erlenda fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og þá þar með er okkar dýrmæti  fiskveiðikvóti kominn á galopinn markað erlendis. Þetta er svo augljóst og einfallt. Það er eins og þið ESB-sinnar skiljið þetta ekki. Getum haft ótal skoðanir á núverandi kvótakerfi. En eini kosturinn við það í dag er að virðisauki á hverjum fisktitti rennur í íslenzkt hagkerfi.  Ef útlendingum gefst kotur á að kaupa kvóta þá fer sá virðisauki sem honum tilheyrir úr landi. Eftir að hafa gengið í ESB eru ALLAR hömlur á sölu og kaupum á hlutabréfum
í  íslenskri útgerð bannaðar. Þar með á íslenzkum kvóta,
ofur einfalt mal.

Guðmundur. Sjávarútvegur og landbúnaður er undanþegin
EES-samningnum. Að bera saman jarðarkaup til  afdala á
Íslandi og kvóta á eftirsóttustu fiskimiðum heims er gjörsamlega
út í hróa hött. Þess vegna vill þjóðin ekki gefa útlendingum
færi á kvótahoppi á Íslandsmiðum eins og tíðkast í ESB-
ríkjum, og sem hefur t.d lagt breskan sjávarútveg í rúst.

Hvenær ætlið þið kratar að skilja þetta ?  Aldrei ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Krötunum er sama. Þeim er alveg sama um landið. Þeir vilja bara get komist út í þægileg skrifstofu störf með óljós markmið og góð laun. Til þess þá eru þeir tilbúnir að selja fósturjörðina og stinga bræður sína og systur í bakið. 

Fannar frá Rifi, 12.9.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband