Skil ekki alveg


  Verð að játa það að skilja ekki sumar en fáar raddir innan
Framsóknar sem gagnrýna heimkvæðningu upplýsingafull-
trúa okkar á vegum Nato í Írak. Að það sé ígildi einhvers
trúnaðarbrests við skuldbindingar Íslands gagnvart NATO
er út í hött. Í dag er hver þjóðin af fætur annari að kveða
sitt herlið heim frá Írak, og sagt er í fréttum í dag að Bush
Bandaríkjaforseti muni tilkynna í vikunnu mikla fækkun í
bandariska herliðinu frá Írak fyrir mitt næsta ár.

  Sannleikurinn er sá að innráðsin í Írak voru mikil mistök
og stuðningur Íslands við hana. Fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, lýsti því yfir mjög
fljótlega eftir að hann tók við formennsku flokksins, að
stuðningur Íslands við innrásina í Írak  hefðu verið mistök.
Augljóst er, að sá stuðningur stórskaðaði Framsóknarflokk-
inn, og var einn af orsakavöldum ósigur hans í vor.  Ef
stuðningurinn við Íraksstríðið var mistök, hvernig getur þá
heimkvæðning upplýsingafulltrúa okkar í Írak valdið mis-
skilningi eða trúnaðarbresti?  Hvenar hefur Nato átt form-
lega aðild að stríðinu í Írak ?

   Já, verð að játa það.  Skil ekki alveg !

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er nefnilega að NATO á ekki aðild að stríðinu í Írak.

Bandalagið hefur hinsvegar staðið fyrir þjálfunarverkefni í umboði SÞ fyrir Íraska stjórnarherinn.

Frakkar, Þjóðverjar og aðrar þjóðir sem ekki studdu innrásina hafa komið að þessu þjálfunarverkefni.

NATO lönd sem hafa dregið herlið sitt frá Írak (þ.e það herlið sem var undir stjórn Bandaríkjamanna) hafa ekki dregið sig út úr þessu verkefni samhliða enda er það algjörlega ótengt hernaði Bandaríkjamanna.

Ingibjörg var að reyna að slá pólitískar keilur með því að láta eins og þessi fulltrúi tengdist hernaði Bandaríkjamanna og að hún væri að draga okkur út úr honum með því að kalla hana heim (sjá hér). Í raun var hún bara að grafa undan stöðu okkar innan NATO.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil vel við hvað  þú átt Hans, og veit að Ingibjörg er að reyna að
slá pólitískar keilur. Hins vegar skil ég t.d ekki þetta útspil vara-formannsins í þessu, vitandi hvað þetta mál hefur stórskaðað
flokkinn frá upphafi. Veit að stór hluti flokksmanna vill gleyma
þessu Íraksmáli sem fyrst og hvernig flokkurinn var flæktist í
það rugl.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammála þér þetta stríð var mistök og ég held að hvort sem litið er á ákvörðun Ingibjargar sem raunverulegan gerning, eða bara í raun yfirlýsingu fyrir hönd íslendinga um að við erum ekki þátttakendur í þessari óráðsíu sem ástandið er þá fagna ég henni. Held að Írakar og þjóðir heims geri ekki greinarmun á hvaða forsendum fulltrúar landa eru á svæðinu ef þeir eru þar í hernaðarlegum tilgangi.

Tel að Nató verði að hafa það bak við eyrað að við tökum ekki þátt í hverju sem er ef að þjóðin er á móti. Það var t.d. mun meiri sátt um innrásina í Afganistan og meiri sátt um að við kæmum þar að borgaralegri uppbyggingu eftir stríð. Sbr. flugvöllinn og starfsemi þar.

Mér finnst þessi görð Ingibjargar í beinu framhaldi af ræðu hennar um hlutverk Íslands í Nató í framtíðinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú ert ekki einn um það Guðmundur Jónas sem gengur illa að skilja það sem skeður innan Framsóknarflokksins, það er eins og þeir vilji tapa enn meira fylgi en orðið er.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 18:04

5 identicon

Við kusum að taka þátt í þessu NATO verkefni. Við höfum neitunarvald í ráðherraráðinu og notum við það ekki þá berum við ábyrgð á því sem er ákveðið þar. Við ákváðum einnig að lofa manneskju í verkefnið.

Ekki get ég lesið hug Íraka en þjóðir heims gera heilmikinn mun á því hvort að fólk er þarna á vegum Bandarísku herstjórnarinnar eða NATO. Ekki man ég til þess að Frökkum hafi verið plantað í bandalag hinna viljugu fyrir að taka þátt í þessu verkefni.

Við getum ekki ákveðið að gleyma skuldbindingum svona allt í einu bara af því að okkur dettur það í hug.

Tal Ingibjargar um það hver staða okkar mun vera í NATO í framtíðinni er algjörlega óraunsætt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband