Mótvægisaðgerðir. Ríkisstjórnin í fílabeinsturni


    Það er neyðarlegt fyrir Össur Skarphéðinsson ráðherra
byggðarmála, að daginn  eftir að hafa  miklast mjög af  
ágætum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar í sjónvarpi, 
berast nú fréttir  af uppsögnum 100 starfsmanna í sjávar-
útvegsfyrirtækjum  á Eskifirði og  Þorlákshöfn. Hér er aðeins 
um að ræða  byrjunina á miklu  stærri og alvarlegri atburðar-
ás. Því það hlýtur hvert mannsbarn að skilja að eitthvað mjög
mikið  muni  láta undan, þegar þorskafli  dregst saman um 
hvorki meir né minna en 63 þúsund tonn milli ára. En nú mun
líka reyna á svokölluðu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinar, og
opinberast endanlega fyrir alþjóð, hversu mikill blekkingarvefur
þær eru. Nú mun nefnilega koma berlega í ljós, að þær gagnast
EKKERT þeim aðilum sem mest verða fyrir áföllunum. Hvorki
sjómönnum, fiskvinnslufólki né útgerð. Þær einskorðast við
allt allt annað en að koma þessum aðilum til aðstoðar. Fólkið
á Eskifirði og Þorlákshöfn verður þar fyrst  til vitnisburðar.

   Það er sorglegt hvernig ráðvilltu sósíalistarnir í ríkisstjórn
Geirs  H Haarde hafa komið málum fyrir með fulltingi sjálfstæðis-
manna.......



  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einhver byggðarlög eiga hreynlega eftir að leggjast af. Reyndar er svo komið að önnur byggðarlög horfa hungruð á eftir þeim sem gefa upp öndina, ef svo mæti komast að orði. jú mikið á eftir að ganga á.

Fannar frá Rifi, 27.9.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það átti aldrei að leyfa svona mikinn niðurskurð, enda tæknilega
ekki framkvæmalegur ef veiða á 100 þúsnd tonn af ýsu. Þá
gleymdist algjörlega að grisja hvalastofnin. Einn hvalur er á
við marga togara hvað veiðigetu varðar. Þá eru óvissuþættirnir
það miklir t.d varðandi togararallið. En fólkið og þjóðin fær aldrei
að njóta vafans þegar kratanir eru annars vegar. Þeim er sama
um fiskimiðin umhverfis Ísland sem þeir ætla hvort sem er að
eftirláta útlendingum þegar þeir hafa komið Íslandi inn í ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.9.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband