Forsætisráðherra orðinn hræddur
29.9.2007 | 16:03
Svo virðist að forsætisráðherra sé farinn að skynja að hann
sitji nú á pólitískri púðutunnu sem hann sjálfur hefur skapað,
og enginn annar. Það segir sig sjálft að hafa myndað ríkis-
stjórn sem skipuð er til helminga yfirlýstum og eldheitum ESB-
sinnum hlýtur að geta haft þáttarskil í Evrópumálum. Ekki síst
þar sem utanríkisráðuneytið er í höndum ESB-sinna og sjálfur
stjórnarsáttmálinn gefur þeim nánst frítt spil í Evrópumálum.
Þannig ítrekaði utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún fyrir nokk-
rum dögum að EKKERT í stjórnarsáttmálanum hamlaði inngöngu
Íslands í ESB á kjörtímabilinu. Athygli vakt, að ummælin komu
í kjölfar heimsóknar hennar til Brussel fyrir skömmu, en þar hitti
hún tvo lykilmenn ESB sem fara munu með samningsumboð ESB
gagnvart Íslandi komi til aðildarviðræðna. Þannig virðist umsókn-
arferlið komið á fulla ferð í utanríkisráðuneytinu, hvað sem for-
sætisráðherra segir.
Þá hefur viðskiptaráðherra hvað eftir annað talað þjóðargjald-
miðilinn niður, og KOMIST UPP MEÐ ÞAÐ, (orð viskiptaráðherra
vega mjög þungt) sem er einsdæmi að slíkt sé liðið í neinu ríki
sem hefur sjálfstæðan gjaldmiðil. Viðskiptaráðherra talar þannig
ákaft fyrir upptöku evru, og nú hafa ungir sjálfstæðismenn hvatt
til skoðunar á því. Dropinn er sam sagt farinn að hola steininn.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl sem vilja aðild að ESB og
voru þess valdandi í vor að núverandi ríkisstjórn var mynduð með
Samfylkingunni. Og nú hafa þessum ESB-öflum innan Sjálfsstæðis-
flokksins borist sterkur liðsauki úr þingliði flokksins. Guðfinna S.
Bjarnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvetur nú ekki bara
til umræðu um upptöku evru, heldur líka aðild að Evrópusamband-
inu. Það er því ekki að furða að það sé farið að fara um forsætis-
ráðherra þessa dagana, sbr. yfirlýsingar hans í dag á fundi í Val-
höll . Spurning fer að verða hvenar kvikni í púðurtunninni?
Geir H. Haarde gerði mikil mistök í vor að fara að óskum vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins og mynda ríkisstjórn með ESB-
sinnunum og sósíalistunum í Samfylkingunni. Honum bauðst
mun betri og heillavænlegur kostur, að framlengja fyrrverandi
borgaralegu ríkisstjórn. Því hafnaði hann, og situr nú á pólitískri
púðurtunnu.. - Verði honum að góðu !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hugsaði einmitt svipað þegar ég las fréttir af ræðu Geirs. Það sló mig hvernig hann talaði þvert á yfirlýsingar utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra um leið og hann sagði eitthvað á þá leið að það væri veikleikamerki fyrir hagstjórnina að taka upp Evru (sem er tómt mál að ræða og bull, því við uppfyllum ekki skilyrði til þess).
Þessi ríkisstjórn er orðið svo skrítið fyrirbæri að eftir því hlýtur að vera tekið á alþjóðavísu. Ósamstíga stjórn þar sem ráðherrar og flokksformenn hlaupa í sitt hvora áttina frá degi til dags getur vart talist traustvekjandi til lengdar.
Magnús Þór Hafsteinsson, 29.9.2007 kl. 16:36
Ég er ansi hræddur um að hér ráði fremur óskhyggja ferð en staðreyndir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.9.2007 kl. 16:46
Því miður ekki Hjörtur minn. Hefði verið giftursamlegast fyrir land
og þjóð að fyrrverandi borgaralega ríkisstjórn hefði verið haldið
áfram með þátttöku Frjálslyndra. En það fekkst ekki einu sinni
að reyna á það, og fyrir því stóð varaformaður flokksins, og
bjargaði þar með pólitiskri framtíð vinkonu sinnar Ingibjargar
Sólrúnar, og raunar Samfylkingarinnar líka. Meiriháttar pólitískt
slys sem mun koma Sjálfstæðisflokknum í kol innan tíðar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.9.2007 kl. 16:58
Komdu sæll.Sú pólutíska púðurtunna ,sem þú telur forsætisráðhr.sitja á v/ESB mála er nú orðin að meirihluta innan hans eigin flokks samk.skoðanakönnun.Samfylkingin vill eins og kunnugt er sækja formlega um aðild að ESB,svo hægt sé að kanna til fulls hvað í boði er af hendi bandalagsins.Slíkar viðræður verða líka til þess,að stjórnmálamenn verða að kynna sér til hlýtar öll þá málefni sem varðar stöðu okkar gagnvart bandalaginu.Fáfræði okkar er mjög mikil um alla innri starfsemi bandalagsins og samninga milli ríkja þess o.fl.Þjóðin ákvarðar að lokum synjun eða samþykki.Við hljótum að skoða m.a.vel verðlag,verðbólgu,vexti og hvers konar viðskipti og krónuna okkar í samanburði við ESB löndin.
Það mun taka einhver ár áður en Íslendingar ná þeim ýmsu viðmiðunarmörkum,sem gerðar eru til ríkja ,sem fá inngöngu í bandalagið.Fjármálaóreiða ríkisstjórna Sjálfstæðisfl.og Framsóknar var slík,að langan tíma tekur að draga þjóðina upp úr því foræði.
Kristján Pétursson, 29.9.2007 kl. 22:54
Já það eru góð ráð dýr þegar eigin flokksmenn eru farnir að dansa á Evrólínunni með Samfylkingarmönnum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.9.2007 kl. 23:48
Kristján. Það er út í hött að segja að mikil fáfræði sé meðal okkar
í hverju aðild Íslands að bandalaginu felst. Þetta liggur allt ljóst
fyrir. Spurning er bara hvort hagsmunir Íslands séu betur kominir
innan þess eða ekki.
Bara eitt mikilvægt mál sem liggur fyrir og sem að mínu mati kemur í veg fyrir inngöngu Íslands í ESB. Með inngöngu færi ALLUR kvóti á Íslandsmiðum á frjálsan uppboðsmarkað innan bandalagsins. Hvaða sannur Íslendingur tekur það í mál ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.9.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.