Óraunsæi krata


   Þetta fer nú að verða hálf broslegt. Það er eins og
krötum séu alveg gjörsamlega fyrirmunað að skilja
að Ísland er smáþjóð með rúma 300.000 íbúa. Ný-
asta dæmið er ferðarlag Össurar Skarphéðinssonar
orku-og iðnaðarráðherra til Indónesíu og Filippseyja.
Þar heldur hann að Íslendingar geti farið í meirihátt-
ar útrás varðandi jarðhita ásamt rosa möguleikum í
Kína og Bandaríkjunum. Sannleikurinn er sá eins og
nýlega hefur verið bent á að allir okkar helstu sér-
fræðingar á þessu sviði, jarðfræðingar og fleiri, eru
þegar fullnýttir hér heima. Og þar sem meira er. Það
er frekar skortur á þeim frekar en hitt í náinni framtíð
varðandi framkvæmdir á Íslandi. En það  eru einmitt
þeir menn sem verða að leiða útrásinina komi til hennar.

  Annað dæmið um óraunsæi krata var ferð utanríkisráð-
herra  til Mið-austurlanda  í sumar. Svo var að skilja að 
með þeirri ferð væru Íslendingar að hafa meiriháttar áhrif
á gang mála fyrir botni Miðjarðarhafs, og því væri ferð utan-
ríkisráðherra afar mikilvæg, og hvort hún bara ylli ekki þatt-
arskilum í deilunum þar. - Auðvitað var allt slíkt tálsýn ein
og hefur ástandið kannski aldrei verið verra en nú.

  Þriðja dæmið um óraunsæi krata má nefna ofurtrú utan-
ríkisráðherra á þátttöku Íslands í öryggisráði SÞ. Það frum-
hlaup og áframhaldandi barátta fyrir setu okkar þar á eftir
að kosta íslenzka skattborgara morðfjár,  enda mun Ísland 
ekki ná þar kjöri. Enda á örríki eins og Ísland ekkert þangað
að gera.

  Fjórða dæmið um kratiskt óraunsæi er svo hugarfóstur þeirra
um að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þjóð sem telur aðeins
rúma 300.000  íbúa, eða eins og  gott  breiðstræti í Berlín. Skv. 
nýju  stjórnarskrá ESB  verður  þingmannafjöldi á ESB þinginu
750 og myndi Ísland fá 5-6 þingmenn af þeim. Þetta eru hvorki
meir né minna en 0.8% áhrif takk. Og í ráðherraráðinu fengu
Íslendingar 2- 3 atkvæði af 348 eða um 0.86% áhrif  takk.
MEIRIHÁTTAR áhrif það !

   Svona má lengi telja um óraunsæi krata og þá t.d  í öryggis-
og varnarmálum. Hér verður  hins vegar látið staðar numið.......

   
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona varðandi 3 liðinn hjá þér. Ef ég man rétt þá var það Halldór Ásgrímsson sem ákvað að við skildum stefna að því að komast í öryggisráðið og síðan vann hann að því, Davíð Oddsson líka sem og Valgerður ef ég man rétt. Því má segja að allir flokkar nema Frjálslyndir og Vg hafi unnið að þessu.

Þetta með ESB er nú þreytt tugga. Af því að við erum smá. Það er einmitt helstu rökin fyrir að fara þangað inn. Við afsölum okkur ekki sjálfræði í okkar málum nema að hluta. Við fáum um leið tæki færi á móti. Minni á að enginn mundi segja að Svíþjóð og Finnland séu búinn að afsala sér sjálfstæði þó þau hafi farið þangað inn. Það eru ekki öll mál sem þingið hjá ESB fjallar um. Ég held að þróunin sé hafinn án þess að við fáum neitt um það að segja, heldur verði það atvinnulífið sem leiðir okkur þangað inn. Hefði verið sterkari samningsstaða ef stjórnmálamenn hefðu verið á undan. Nú í dag er Kaupþing að ákveða að greiða laun í Evrum og gera upp í sömu mynnt. Og þegar að öll helstu fyrirtækin verða komin í sömu stöðu verður erfiðara að sem sig inn i ESB því að þá verða það miklir hagsmunir okkar komnir undir þeirra kjör að þeir geta nýtt sér það í samningum við okkur.

Valgerður Sverrisdóttir flakkaði um Afríku og lofaði hjálp hér og þar. Heyrði engan gagnrýna það. En skv. því sem þú segir þá erum við svo lítil að hjálp okkar skiptir engu máli. Og skoðun okkar skiptir engu máli. Finnst það ekki rétt og finnst í góður lagi að fulltrúar okkar lofi aðstoð við málstað sem við styðjum og þjóðir sem þurfa hjálp. Held að þjóðir geri sér grein fyrir að við leysum engan vanda fyrir þau ein, en getum vakið athygli á honum og beitt okkur með öðrum að leysa úr honum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er rétt Magnús að í upphafi tóku Davíð og Halldór ákvörðunina um Öryggisráðið. En alltaf geta menn orðið virtari eftir á og snúið til baka úr miðri á ef hún telst ekki fýsileg. Þannig að auðvitað átti fyrir löngu að vera búið að hætta við öryggisráðsruglið.

Varðandi ESB. Ef þú telur innan við l% áhrifa Íslands innan ESB
ásættanlegt án neitunarvalds af nokkru tagi þá er það þín afstaða. Sýnir bara hvað þið kratar eru tilbúinir til að afsala miklu sjálfstæði og fullveldisrétti fyrir Íslands hönd.

Varðandi krónuna þá kemur nú á daginn að hún hefur litið
sem ekkert sveiplað meira en helstu gjaldmiðlar heims.
(Usa dollar hefur fallið um 30-40% gagnvart kanadadollar að
undanförnu.) Svo kemur á daginn að ef við notum sömu
aðferð að reikna út verðbólgu og ESB-ríki þá mælist verðbólga
nær sama og þar og í sumum ríkjum ESB hærri, þ.e.a.s EF
við tækjum út fasteignaverð út úr vísitölunni eins og gert er í
ESB ríkjum, en fasteignarverð hefur stórhækkað hérlendis og
sprengt upp verðbólgu hér. Þannig það stendur ekki steinn
yfir steini varðandi málflutning ykkar ESB-sinna. Þar að auki
færi allur kvóti á Íslandsmiðum á Evrópskan uppboðsmarkað og
hyrfi smátt og smátt úr íslenzkum þjóðarbúskap.

  Varðandi flakk Valgerðar þá komst flakk hennar aldrei á eins óraunhæfan dramantískan stall og Mið-austurlandaferð Ingibjargar í sumar.  Þvílík leiksýning !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

Innilega sammála þér í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband