Brugðu kratar fæti fyrir varaliðinu ?

 

   Í frumvarpi dómsmálaráðherra um almannavarnir og öryggismál
sem lagt hefur verið fram á  Alþingi  virðist  ekki vera gert ráð fyrir
stofnun 240 manna varaliðs  lögreglu, eins  og gert  var  ráð  fyrir
í mars s.l og samstaða var um í fyrri  ríkisstjórn. RÚV skyrði  frá því
25 okt s.l að    dómsmálaráðherra hefði  kynnt  frumvarpið í ríkis-
stjórn og hafi þá komið  upp ágreiningur  milli stjórnarflokkanna, 
m.a um varalið lögreglu. En eins  og kunnugt er gerðu  kratar og
Vinstri  grænir  miklar  athugasemdir fyrir  síðustu  kosningar um
stofnun varaliðs lögreglu, og fór þar maður nokkur að nafni Össur
Skarphéðinsson fremstur í flokki og ásakaði  dómsmálaráðherra
um að vera að undirbúa stofnun á íslenzkum her.

   Ef dómsmálaráðherra hefur nú lagt áformin um 240 manna vara-
liðs lögreglu á hilluna er ljóst að Samfylkingin hefur náð sínu fram.
Er það mjög alvarlegur hlutur. Forsætisráðherra hefur augljóslega
þá ekki stutt nægilega við bakið á dómsmálaráðherra í máli þessu.
Enn ein birtingarmyndin af átökunum milli stjórnarflokkanna og ekki
síst innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem staða  formannsins  virðst
stöðugt verða veikari með hverjum deginum sem líður.  

    

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband