Borgarstjórn : Enginn málefnasamningur ennþá.

 

   Það er alveg með ólíkindum að hægt sé að mynda pólitískan
meirihluta í  borgarstjórn, án þess að  jafnhliða því  liggi fyrir
málefnasamningur a.m.k um  helstu  málefni. Í allflestum ef
ekki í öllum sveitarstjórnum  landsins liggja  fyrir slíkir mál-
efnasamningar.  Það þýkir  ekki  síst lágmarks  virðing  fyrir
íbúum viðkomandi sveitarfélags, þannig að  íbúar geti með
sæmilegum hætti metið árangur viðkomandi meirihluta í lok
kjörtímabils. Ekkert  slíkt  liggur fyrir í  lang stærsta sveitar-
félaginu, mánuði eftir að hinn nýji meirihluti  tók við. Ástæðan
hlýtur að vera  mikill  málefnalegur ágreiningur þeirra ólíku
stjórnmálaafla sem meirihlutann myndar. Enn eitt vinstra-
sinnaða hræðslubandalagið í formi R-lista ruglsins!

   Þess vegna vakti það nokkra athygli um síðustu helgi að
miðstjórn Framsóknarflokksins þótti ástæða til að lýsa yfir
stuðningi við  hinn nýja en sundurleita  og veika meirihluta
í Reykjavík. Hefði ekki verið í lagi a.m.k að bíða með slíka
ályktun þar til meirihlutinn hefði komið sér saman um mál-
efnasamning til að starfa eftir ? Mjög óalgengt er að mið-
stjórn eða flokksþing álykti um málefni einstakra sveitar-
stjórna eins  og í  þessu tilfelli - Og ekki síst í  ljósi  þess
hversu 12 ára R-listasamstarf reyndist Framsóknarflokk-
num dýrkeypt............ 

    Fyrst fór sem fór í fyrri meirihluta var alfarsælast fyrir
Framsóknarflokkinn að standa utan meirihluta borgar-
stjórnar, og byggja sig þannig upp frá grunni  fram að
næstu kosningum.......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætli Bingi taki ekki að sér að verða þingmaður reykvíkinga eftir að hann hættir í borginni eftir þetta tímabil?

Alfreð hjálpar honum að komast á þing og ætli stefnan verði ekki sett síðan á formans sætið?

"Björn Ingi Hrafnsson var kjörinnn formaður Framsóknarflokksins þann 11. júní 2012"

Ætli þetta sé fyrirsögn framtíðarinnar? Allavega vilja margir meina af þeim sem ég ræði við að Bingi muni fá það sem hann vill innan framsóknarflokksins. 

Fannar frá Rifi, 14.11.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband