Iðnaðarráðherra mun styðja olíuhreinsunarstöð !

 

   Í dag var kynnt skýrsla fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.
Niðurstaða hennar eru afar jákvæðar í alla staði. Fjórðungasam-
band Vestfjarða lét vinna skýrsluna, og skv. henni er ekkert til
fyrirstöðu að olíuhreinsunarstöð rísi á  Vestfjörðum.

  Iðnaðarráðherra sem jafnframt er byggðamálaráðherra hlýtur
að taka vel í þessar framkvæmdir. Bæði það að slík framkvæmd
myndi hafa meiriháttar  jákvæð áhrif á þróun byggða á Vest-
fjörðum, sem ekki er  vanþörf á. Svo hitt sem ekki er síður
ánægjulegt, að bygging slíkrar stöðvar kæmi meiriháttar heim
og saman við áform iðnaðarráðherra að hefja olíuleit úti fyrir
Norðurlandi í sumar. Því olíuleit ráðherra er væntanlega gerð
til að finna olíu og vinna, og þar með að HREINSA. Þarna mun
því iðnaðarráðherra slá tvær stórar flugur í einu höggi.  Allt
annað yrði litið á sem  rugl og tvískinnungshátt, sem ráð-
herrann vill að sjálfsögðu forðast. Iðnaðarráðherra mun því
styðja olíuhreinsunarstöðina á Vestfjörðum !

  Þá mun umhverfisráðherra ekki geta annað en stutt þessa
framkvæmd einmitt út af umhverfissjónarmiðum. Því komið
hefur fram að olían sem þarna yrði hreinsuð yrði mun hreinni
en það eldsneyti sem við notum í dag. Þá hafa komið fram
ný tækni m.a í Hollandi þar sem gróðurhúsarekstur er stund-
aður við hlið olíuhreinsunarstöðvar til að nýta koltvísyringin
frá stöðinni. - Þá þarf ekki að virkja eina einustu sprænu.
Orkan sem slík stöð þarfnast er til í kerfinu. Umhverfisráð-
herra hlýtur því eins og iðnaðarráðherra að styðja þessa
framkvæmd heilshugar. Þá hefur sjávarútvegsráðherra lýst
jákvæðum viðhorfum til málsins, enda fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins. Ríkisstjórnin gæti því orðið loks samstiga í mikil-
vægu þjóðþrifamáli. Kominn tími til !

   Að lokum má geta þess að ríkið þarf litlu til að kosta við
byggingu olíuhreinsistöðvar. Fárfestar koma aðallega er-
lendis frá í  tengslum við  Íslensks háttækniiðnaðar ehf.
Stöðin skapar 500-700 manns atvinnu, þar sem um 20%
er fyrir háskólamenntað  fólk. Stórbættar samgöngur á
Vestfjörðum fylgdu svo í kjölfarið milli suður og norður
hluta, enda tími til kominn, og þar með yrðu Vestfirðir
orðnir loks eitt atvinnusvæði.

  Íslendingar munu koma til að nota olíu og bensín um
ókominn ár. Látum ekki aðra vinna hana og hreinsa 
fyrir okkur. Gerum það með ábyrgum hætti og með eins  
lítilli mengun og kostur er. GERUM ÞAÐ SJÁLF(IR)!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband