Stöndum vörð um kirkju og skólastarf !

 

   Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins skrifar
afar góða grein í  Morgunblaðið í dag um að standa beri
vörð um  kirkju og  skólastarf. Þar gagnrýnir hann harð-
lega  menntamálaráðherra um að ætla að fella á  brott  úr
grunnskólalögum að skólastarf mótist af kristilegu siðgæði.
Guðni segir:

  ,, Íslenzkt samfélag er reist á kristilegum gildum og er
órjúfanlegur hluti alls okkar andlega og menningarlega
umhverfis".   Þá  bendir Guðni réttilega á að menntamála-
ráðherra ætlist til  líka  að fermingarfræðsla fari fram utan
lögbundis skólatíma, og að ekki verði heimilt að veita nem-
endum í 8 bekk leyfi til að fara í eins til tveggja daga ferð
á vegum kirkjunnar í tengslum við fermingarundirbúninginn.

  Guðni bendir á að ,,það var greinilegt á umræðunu í þing-
inu að ekkert samstarf var haft við kirkjumálaráðherra eða
biskupinn yfir Íslandi um þessar áformuðu breytingar".

  Í lokin skorar Guðni á Alþingi ,,að veikja ekki grunngildin í
góðri skólastefnu og menntamálaráðherra að endurskoða
sínar  tilskipanir, þær byggjast  ekki á  haldbærum rökum
eins og fram kom í ræðu kirkjumálaráðherra og flestra þeirra
sem um þessi  alvörumál hafa fjallað á síðustu dögum".

   Kristni er  svo samofin íslenzkri þjóðmenningu í heil 1000
ár að standa ber vörð um hana eins og þjóðararfinn og öll
önnur  þjóðleg  gildi og  viðhorf. Guðni Ágússton  er því á
réttri leið með Framsóknarflokkinn sem stjórnmálaafl byggðu
þjóðlegum grunngildum að stamda vörð um kristna trú og
kirkju. Besta sönnun þess eru hin ósmekklegu skrif Sverris
Pálssonar í Fréttablaðinu í dag þegar sá róttæki vinstrisinni
segir:

  ,, Framsónarmenn skilgreina varðstöðu um trúfrelsið sem
,,umburðarlyndisfasisma" og gildir þá einu hvort þeir eru
sjálfir í þjóðkirkjunni eða ekki. Þesssi nýja stefna Framsókn-
arflokksins þarf samt ekki að koma á óvart. Á undanförnum
misserum hafa forystumenn flokksins verið iðnir við að biðla
til KRISTINNA ÍHALDSMANNA".  Og ennfremur: ,,Framsóknar-
menn treysta á að íslenskir sveitamenn séu jafn íhaldssamir
og sveitamenn á öðrum Norðurlöndum og að samstarf við
sértrúarsöfnuði á höfuðborgarsvæðinu muni efla veiklaða
grasrót flokksins".

   Það að hin kristna og þjóðlega afstaða formanns Framsókn-
arflokksins skulu pirra svo vinstrisinnaðan róttækling eins og
Sverrir Pálsson  er meiriháttar  sönnun þess að Framsókn er
á réttri leið. Hins vegar er það verulegt áhyggjuefni ef mennta-
málaráðherra sjái ekki að sér og breyti áformum sínum. Ef
ekki verður lengur hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum að
standa vörð um krisileg og þjóðleg gildi verður það verðugt
hlutskipti Framsóknarflokksins að vera í þeirri varðstöðu í
fremstu röð. Við þá varðstöðu á flokkurinn eftir að uppskera
vel í fyllingu tíams!
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hlutverki ríkis eða skóla að vera að stússast í trúmálum.
Ef þjóðararfur misbýður þegnum lands þá er komin tími á að laga til, þeir sem sjá þetta ekki eru blindaðir af eigin skoðunum/trú

Fyrir mig var þetta útspil Guðna í besta falli léleg tilraun til þess að fyrirbyggja endalok framsóknarflokks.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að segja að Framsókn sé á réttri leið, nú þegar meirihluti flokksmanna er horfinn fram af hengifluginu.

Guðna verður varla lýst öðruvísi en broslegum einfeldningi, sem bullar viðstöðulaust án þess að nokkur skilji hvert hann er að fara. Þjóðernisrembirngur hans jaðrar við fasisma, en það er honum til bjargar að enginn tekur hann alvarlega.  Hann er stjórnmálaskörungur undir sömu formerkjum og Árni Johnsen er söngvari og tónlistamaður.

Líkingamál hans um kennsluborð kristninnar í helgi menntastofnana er svo óskiljanlegt og grátbroslegt að það mun sennilega verða minnisvarði hans um alla framtíð.

Í merkingalitlum hástigsrembingi þjóðernishyggjunnar talar þú um að Kristni sé samofin Íslenskri þjóðmenningu um 1000 ár.  Er þetta til varnar Kristindómnum? Hvernig samofinn? Hvað er íslensk þjóðmenning 1000 ára? Hefur þú lesið sögu kristindómsins hér? Er kannski réttara að tala um ómenningu, kúgun og spillingu?

Stjórnarskrá landsins stangast á við sjálfa sig með því að hampa ríkistrú. Það stangast á við ákvæðið um trúfrelsi.  Bara það þarf að leiðrétta.  Annaðhvort að banna trúfrelsi eða aðskilja ríki og kirkju. Einfalt.

Hér er kirkjan að berjast á hæl og hnakka fyrir að hafa eignarhald á hugskoti leik og grunnskólabarna. Um það snýst málið. Heilaþvott. Engri trúarstofnun dettur í hug að boða trú í framhaldsskólum því þar er fólk komið með snefil af sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun. Prelátum yrði hreinlega hent á dyr.

Kynntu þér hlutina áður en þú stingur niður penna um þetta. Þjóðernislegt orðskrúð í anda Guðna vinnur þér ekki fylgi vegna þess að það segir akkúrat ekki neitt.

Með fullri virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Doctor og Jón. Virði ykkar skoðanir. Þið verðir líka að virða skoðanir
alls þorra landsmanna sem eru algjörlega óssammála skoðunum
ykkar. Því sem betur fer er enn lýðræði á Íslandi. Hinn mikli meirihluti
hlýtur að ráða í þessu máli. Þess vegna hljóta að koma breytingartillaga við grunnskólafrumvarp menntamálaráðherra .
Alþingi á eftir að segja sitt álit ef menntamálaráðherra tekur þessi
áform sín til baka, sem ráðherra hlýtur að gera.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.12.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átti að vera  ,, ef menntamálaráðherra tekur EKKI þessi áform sín
til baka,"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.12.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þessi málflutningur Guðna er ekki stefnubreyting, heldur í fullum samhljómi við ályktun síðasta flokksþings um trúmál

"Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt að þjóðin þekki rætur sínar, menningararf og þau siðrænu gildi sem hún hefur byggt samfélag sitt á um aldir.Þessi siðrænu gildi eru að miklu leyti sprottin úr kristnum jarðvegi, enda hefur kristin kirkja haft mótandi áhrif á menningu þjóðarinnar undanfarin þúsund ár.

Framsóknarflokkurinn styður áframhaldandi öflugt starf þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Flokkurinn ítrekar jafnframt mikilvægi trúfrelsis og fjölmenningar á Íslandi og vill stuðla að vettvangi samráðs og samvinnu ólíkra trúarbragða."

Gestur Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 20:53

6 identicon

Sæll Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kannski bara að ég hafi haft vitlaust fyrir mér að Framsóknarflokkurinn væri búinn að vera. En með Jesú með í baráttunni þá lifnið þið hressilega við.  Kær kveðja/Rósa

Tók tvær greinar af bloggi Bjarna Harðarsyni

Sæll og blessaðurÞú skrifar: Er Framsóknarflokkurinn orðinn kristilegi flokkurinn í landinu, sagði flokksbróðir minn við mig í dag nokkuð svo undrandi og hafði eins og ég hlustað á þá þingmenn flokksins Höskuld Þórhallsson og formanninn tala um þá ógnun sem steðjar að kristilegu uppeldi með nýjum reglum menntamálaráðherra. Húrra fyrir Framsóknarflokknum: "Batnandi flokki er best að lifa og vaxa að nýju." Ég var búin að spá flokknum dauða en með Jesú með í baráttunni er enginn dauði.Smá jólagjöf  til Bjarna frá Rósu: Leitið fyrst  ríkis hans Drottins  og  réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.Guð gefi þér og þínu fólki gleðileg jól. Kær kveðja. Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Sælt veri fólkið.

Kannski að Framsóknarflokkurinn rísi upp frá dauðum ef þeir eru að kristnast  Kær kveðja/Rósa

Umhugsunarvert



Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunnþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center.  Jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að  gerast?"



 Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...; "Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? " Í ljósi liðanna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...



Ég held að þetta hafi einmitt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare ( sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : " Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. " ( Það er stór munur á ögun og snertingu barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum :  "Allt í lagi."



Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: " Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: " Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar gerir, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: "Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum :





"Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið." Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf. Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við "UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM." "Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki  litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? " Einlægur og áhyggjufullur nemandi.... OG SVARIÐ:



"Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. " Yðar einlægur, Guð. Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.



Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.

Skrítið hvernig sumir geta sagt: "Ég trúi á Guð" en samt fylgt Satan, (sem "trúir" að vísu líka á Guð ).



Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.

Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sinu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.

Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.



Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.

Hlærðu?

Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.

Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig heldur en hvað Guði finnst um mig.



Hefur þetta fengið þig til að hugsa?



Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því í hversu slæmum málum heimurinn er !

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband