Hvers vegna rætt við Breta ?
17.12.2007 | 21:53
Eftir að bandariski herinn hvarf frá Íslandi hafa íslenzkt stjórnvöld
rætt við einstakar aðildarríki NATO um að koma að vörnum Íslands
að einhverju leyti. Gott samstarf þefur tekist við Dani og Norðmenn
hvað þetta varðar, og eiga þessar frændþjóðir eftir að vinna náið
saman á sviði öryggis-og varnarmála. Þá hefur verið rætt við fl.
þjóðir eins og Þjóðverja, sem er ein af okkar bestu vinarþjóðum
og hefur á að skipa einum af öflugustu herjum NATO.
Í öllum svona viðræðum og samstarfi á sviðum öryggis- og varnar-
mála hlytur VINÁTTAN og TRAUSTIÐ milli þjóða til langs tíma ráða
för. Klárlega ríkir slíkt traust og vinátta milli Íslands, Noregs, Dan-
merkur, Þýzkalands og Frakklands hvað þetta varðar, svo dæmi sé
tekið. En mikið spurningarmerki hlýtur að vera sett á Breta, en sam-
ráðsfundur fór fram í dag við þá í Reykjavík um öryggis- og varnarmál.
Þetta er sú eina þjóð sem hefur hertekið Ísland. Og þetta er sú eina
þjóð sem hefur beitt okkur hervaldi frá síðari heimsstyrjöld. Og ekki
bara í eitt skipti. Heldur þrisvar í svokölluðum þorskastríðum, en það var
einungis NATO að þakka að ekki varð mikið mannfall í þeim átökum.
Er ástæða til að treysta slíkri þjóð í öryggis-og varnarmálum hafandi
af henni alla þessa neikvæðu reynslu ?
Framkoma Bandaríkjanna við brottför hersins var slík að EKKERT
er á þá að treysta í framtíðinni varðandi öryggis-og varnarmál.
Við hljótum því að taka upp nýja sýn þegar við metum það kalt
hvaða þjóðir við getum best treyst til að eiga naið samstarf með
í öryggis-og varnarmálum í komandi framtíð. Eins og fyrr sagði
eru það Danir og Norðmenn, og Þjóðverjar sem koma þar næst,
enda hafa þeir sýnt mikinn áhuga að koma að vörnum Íslands.
Öryggissamvinna við Rússa er einnig sjálfsögð á N-Atlantshafi
eins og rætt hefur verið um.
En fyrst og síðast eru það VIÐ SJÁLF sem þurfum að axla
ábyrgðina af vörnum Íslands eins og allar aðrar fullvalda og
sjálfstæðar þjóðir gera varðandi sína þegna. Erum við tilbúnir til
þess ? Er það ekki frumskylda sérhvers ríkis að sjá þegnum sínum
fyrir öryggi og vörnum af hvaða tægi sem er ? Hvers vegna á þá
Ísland eitt ríkja heims ekki að hafa sínar EIGIN lágmarks varnir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2007 kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
Vegna þess að báðar þjóðir eru í NATO og eiga sameiginlegt hafsvæði milli landana. En á því svæði gætu orðið slys sem þjóðirnar gætu þurft að vinna saman að.
Öryggismál eiga vera hafin yfir pólitískar værur. Enda sérðu hvað slíkar pólitískar værur hafa komið til leiðar hér á landi. Það er nánast ekkert gert.
Erlendis snúast pólitískar umræður um smáatriði og nákvæmar hvaða leiðir farið sé í öryggismálum. Heildarmyndin eru allir sammála og samtaka um.
Af hverju er ekkert gert hér? Af því að Björn Bjarnason hefur sýnt málinu áhuga og talað fyrir því. Ber svo ábyrgð á þeim málaflokki (þ.e. öðru en varnarmálum) og því geta menn ekki sagt orð af viti því þeir standa á öndinni í skítkastinu. Svo þora margir ekkert að segja út af því hvernig er látið.
Júlíus Sigurþórsson, 17.12.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.