Björgólfur Thor ESB-andstæðingur


   Í Kastljósinu í kvöld vakti athygli skýr afstaða Björgólfs
Thors, eins  mesta  fjárfesta í dag, að aðild  Íslands að
ESB yrði meira hamlandi fyrir viðskiptalífið en að  standa
utan þess. Við hefðum í  raun allt  sem skiptir máli með
EES-samninginn, en erum   samt lausir við helstu galla
ESB-aðildar  og skrifræðisins í Bussel. Þetta er eitt mesta
kjaftshögg á  málflutning ESB-sinna  um  langa hríð.  En 
áróður þeirra hefur að mestu gengið í þá átt að viðskipta-
lífið á Íslandi kallaði á ESB-aðild fyrr en seinna.

  Hins vegar benti Björgólfur á hvernig gengi krónunnar
réðist nú með allt öðrum hætti en áður, og hvatti til að
þau mál yrðu tekin til alvarlegrar skoðunar. Jafnvel að
tekinn yrði upp annar gjaldmiðill eins og t.d svissknesk-
ur franki. En sem kunnugt er hafa sumir einnig  bent á
að beintengja krónuna við annan gjaldmiðil með ákveð-
num frávikum.

  Yfirlýsing Björgólfs Thors er enn eitt rothöggið á mál-
flutning Evrópusambandssinna, og sem ber að fagna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er víst að fátæklingur sem er að hrekjast úr húsnæði sínu vegna þess að hann getur ekki borgað af láninu sem er á húsnæðinu, sé sammála auðkýfingnum.Björgólfur sagði líka að Seðlabanki Sviss myndi græða á því að Íslendigar tækju upp Svissneskan franka.Hann veit sem er að íslendingar geta ekki skipt út gjaldmiðlinum og tekið upp annan í staðinn, nema í samstarfi við það land sem gefur gjaldmiðilinn út.Annars verðum við að kaupa hann allann.Síðan liggur það í augum uppi að Svissneski frankinn myndi falla eitthvað ef hingað myndu streyma Svissneskir frankar sem gjöf frá Svisslendingum.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband