Biskup vor talar skýrt
2.1.2008 | 22:05
Í nýárspredikun Karls Sigurbjörnssonar biskaups var talað
skýrt þegar komið var að þeim gildum sem þjóðin hefur tamið
sér gegnum aldirnar. Hann sagði mikla ábyrgð hvíla á lands-
mönnum að tungan og menningararfurinn glatist ekki, heldur
þvert á móti ávaxtaðist með komandi kynslóðum. ,,Sjáum til
þess að börnin læri ljóðin, sálmana, sögurnar og söngvana
sem leggja þeim orð á tungu og hjörtu, orðin sem tjá íslenzka
hugsun og íslenzka reynslu og íslenzka von og trú," sagði
biskup. Hann velti fyrir sér þeim kristnu og þjóðlegu grunn-
gildum sem þjóðin vill byggja á og sagði. ,, En þau eru ekki
sjálfsprottin af einhverri sögulegri nauðsyn eða þróun. Þau
spretta úr jarðvegi trúar og siðar. Þeim hefur hingað til verið
miðlað með hinum ÞJÓÐLEGA, KRISTNA, HÚMANÍSKA MENN-
INGARARFI sem hér hefur ávaxtast kynslóð eftir kynslóð og
kristin kirkja hefur nært og frjóvgað".
Biskup varar einnig stjórnvöld við því að gefa eftir hvað
þessi grunngildi varðar og segir. ,,Því skal ítreka hve háska-
samt það er ef kynslóðir vaxa úr grasi skilningsvana og ólæs-
ar á þann grundvallarþátt menningar og samfélags sem trúin
er og siðurinn. Það er brýnt að stórefla þátt kristinfræði í skóla-
num, jafnframt aukinni fræðslu í almennum trúarbragðafræðum".
Hér er biskaup bersýnilega að vara við þeim áformum mennta-
málaráðherra að úthýsa kristnu siðgæði úr grunnskólalögunum
nú á þessu ári. Því verður ekki trúað en að ráðherra afturkalli
þessi áform sín. Engann afslátt á að veita þegar hin þjóðlegu
og kristnu grunngildi eru annars vegar og sem mótað hafa hina
ÍSLENNZU ÞjÓÐ í meir en þúsund ár... Slíkt er ekkert annað en
aðför að þjóðmenningu vorri, og sem verður að stöðva!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð ræða hjá Karli Sigurbjörnssyni,biskupi.Þessar hugleiðingar að úthýsa að mestu kristnu siðgæði úr grunnskólalögunum kemur náttúrlega ekki til greina.Eigum við ekki að vona að ríkisstjórnin komi viti fyrir menntamálaráhr.og þessi áform gufi upp.
Kristján Pétursson, 2.1.2008 kl. 22:30
Ég er sammála þér Guðmundur , það á ekki að gefa einhvern afslátt hvað varðar almenna siðvitund um gildi sem ríkt hafa og verið þjóð til farsældar.
Samflokksmaður þinn Bjarni Harðarson komst afar vel frá umræðu um þessi mál í Silfri Egils fyrir áramót, þar sem hann benti á að við Íslendingar ættum kirkju sem væri umburðarlynd og trúfrelsi ríkti í landinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.