Utanríkisráðherra til Egyptalands. Hvers vegna?


  Skv frétt Mbl.is er utanríkisráðherra á leið í tveggja daga
ferð til Egyptalands nú eftir helgi. Mun heimsóknin hafa
verið ákveðin á fundi Ingibjargar Sólrúnu með utanríkis-
ráðherra Eygptalands á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóð-
anna í haust. Mun hún eiga fundi með þrem ráðherrum
í egypsku ríkisstjórninni.

  Mér er spurn. Hver er tilgangur þessarar ferðar?  Hefur
Ísland og Egyptaland átt einhver samskipti til þessa?
Og eru einhverjir íslenzkir hagsmunir sem kalla á slíkt?

  Nei auðvitað ekki. Þetta er bara enn eitt dæmi um  stór-
kostlegt bruðl með almannafé,  sem þetta utanríkisráðu-
neyti hefur gert sig sekt um til fjölda ára. Eini tilgangur
þessar ferðar virðist vera  sá  að  afla Íslandi stuðnings
til að verða kosið  í öryggisráð S.Þ sem ENGAR líkur eru
á að gerist, sem  betur fer. Ferð  utanríkisráðherra til
Mið-austurlanda s.l sumar var gerð í sama tilgangi, þótt
allt annað hafði verið sagt um tilgang þeirrar reisu. Því
allir vita að nær allur arabaheimurinn mun styðja Tyrki
til  setu  í  öryggisráðinu  en  ekki  Ísland af augljósum
ástæðum. Ástæðum, sem utanríkisráðherra virðist hins
vegar  alls ekki  skilja. -  Annars  væri  þetta dýra og
tilgangslausa  flandur ráðherra  eftir  helgi  ekki  á
dagsskrá........   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það virðist nokkuð óljós tilgangur þessarar ferðar líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband