Uppvöðsluseggir hóta páfa


  Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu
einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð
mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga
á athöfnina. Þetta kemur fram á Vísir.is í kvöld. Ávarp páfa féll
ekki í kramið ákveðinna hópa innan skólans, sem lýstu yfir því
að Benedikt  páfi væri atfturhaldssamur guðfræðingur. Var öllu
illu hótað!

  Þar sem páfi er friðarins maður tilkynnti Vatíkanið í dag að
Benedikt páfi hafi hætt við að halda erindi sitt. Fabio Mussi,
háskólamálaráðherra sagðist mjög vonsvikinn. ,, Menn þurfa
ekki endilega að vera sammála páfanum. En það hefði átt að
leyfa honum að tala" og vísaði til þess að á Ítalíu væri jú mál-
frelsi.

  Þetta leiðir hugann að því hvernig fámennir uppvöðsluseggir
geta vaðið uppi og komið sínu fram. Skemmst er að minnast
hér umræðunar um aðskilnað ríkis og kirkju og um það hvort
kristilegt siðgæði skuli úthýst úr grunnskólum Íslands. Þar
virðist menntamálaráðherra ætla að láta undan fámennum
þrýstihópi. Á næstu misserum mun koma í ljós hvort Alþingi
taki ekki af skarið, og komi í veg fyrir slíkan afslátt á  trú
vorri og þjóðmenningu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Þar sem páfinn talar á sér stað prédikun -ekki fræðileg samræða.

Páfinn er vissulega afturhaldssamur guðfræðingur af svæsnustu sort, og hið besta mál að háskólastúdentar og kennarar amist við því að þessi maður fái að koma í skólann að predika hatur í kærleikans nafni, eins og kaþólikka er von og vísa.

Það er svo enginn fámennur þrýstihópur sem vill sjá aðskilnað ríkis og kirkju, og að kristniboð verði ekki stundað í neinni mynd í grunnskólum. Evangelísk-lúterska kirkjan, með sína siðahræsni og hommahatur á engan rétt á því að vera hampað fjárhagslega umfram önnur trúfélög, eða vera gefið móralskt átoritet yfir þjóðinni, og boðar ekket gott ef þeim er veitt leyfi til að heilaþvo skólabörn þegar þau eiga að vera að fá menntun.

Promotor Fidei, 17.1.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband