Á ESB að stórhefta flug Íslendinga ?


  Hvers konar ríkisstjórn höfum við eiginlega? Hjá Evrópusambandinu
er nú til alvarlegrar umfjöllunar tillaga að tilskipun um að fella flug-
starfsemi undir viðskiptakerfi með losunarheimildir  gróðurhúsaloft-
tegunda. Sem þýðir stóraukin útgjöld  Íslendinga að ferðast með
flugi milli landa og innanlands, því tilskipunin á að ná til Íslands.
Þetta myndi koma lang verst niður á Íslendingum. Því þetta er í
raun eini ferðamáti Íslendinga  milli landa þar sem Ísland er eyja
langt úti á Atlanatshafi, og einnig innanlands að stórum hluta, því
Ísland eitt ríkja Evrópu sem hefur ekkert lestarkerfi. Þetta yrði því
argasta mismunum af versta tagi á hinu Evrópska efnahagssvæði
ef þessi tilskipun nær fram að ganga gagnvart Íslandi.  Og ætla
íslenzk  stjórnvöld  EKKERT að aðhafast í  málinu?  Hvað hefur utan-
ríkisráðherra gert í málinu? Skilur ráðherra ekki að hér er  um
hreina aðför að íslenzkum þjóðarhagsmunum að ræða? Eitthvað
kannski sem hin ESB-sinnaða Ingibjörg Sólrún skilur ekki? En hvað
þá með forsætisráðherra ? Fylgist hann ekki með neinu  lengur ?
mbl.is Rætt um losunarheimildir flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband