Rússneskar þyrlur ber einnig að skoða !


   Í Kompásþætti í gær lýsti rússneski sendiherrann vonbrigðum
yfir því  að íslenzk stjórnvöld hefðu ekki enn svarað tilboði Rússa
um kaup á rússneskum þyrlum.  Í þættinum var m.a viðtal  við
sérfróðan Íslending í þyrlum sem staðfesti að hinar rússnesku
þyrlur stæðust allan samanburð við bandarískar og aðrar evróp-
skar þyrlur, og væru víða notaðar með góðum árangri við afar
erfiðar aðstæður. En það sem mesta athygli vekur er að þessar
rússnesku þyrlur eru helmingi ódýrari. Því vaknar sú spurnig
hvers vegna í ósköpunum er þessi kostur ekki skoðaður? Að
geta fengið sex þyrlur í stað þriggja hlýtur að vera meiriháttar
kostur.  Ekki síst þar sem sterk krafa er um að þyrlusveit verði
staðstett á Akureyri.

   Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Stöð 2 í kvöld
að ekkert væri útilokað í þessu máli. Sameiginlegt útboð með
Norðmönnum væri í undirbúningi. Þar gæfist Rússum sama
tækifærið og öðrum um að gera tilboð. Ef í ljós kæmi að hinar
rússnesku þyrlur stæðust alla þá staðla og kröfur sem gerðar
væru ættu þeir alla möguleika. Aðspurður hvort það væri illa
séð innan Nato að rússneskar þyrlur væru notaðar til slíkra
hluta hvaðst hann ekki vita til þess.

   Þar sem við stöndum frammi fyrir að stórefla Landhelgis-
gæsluna á  næstu  misserum og  árum eigum við að  vera
opnir fyrir öllu svo að sú efling verði sem mest á sem skemm-
stum tíma. Íslendingar, Norðmenn  og Rússar munu   eiga 
miklilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á N-Atlantshafi á
komandi árum. Góð samvinna þessara ríkja svo og annara
á þessu hafsvæði er lykilatriði. Þyrlukaupin gætu orðið gott
upphaf slíkrar samvinnu......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband