Róttækir fámennir menntskæklingar mótmæltu


   Í viðtali við einn starfsmanna ráðhúsins í fréttum í kvöld
kom fram að aðal mótmælahópurinn sem mest hafði sig í
frammi í Ráðhúsinu í dag hafi verð róttækir menntskælingar.
Í raun var þessi hópur vinstrisinnaðra róktæklinga mjög fá-
mennur, en hafði hátt, og vakti mikla athygli í samræmi við
það. Ekki síst fjölmiðlaathygli. Allar fullyrðingar um að þarna
hafi verið mkil mótmæli að ræða eru því hlægilegar. Allra síst
að þarna hafi verið sögulegt að sjá rödd hins almenna borg-
ara mótmæla,  eins og haft var eftir Margréti Sverrisdóttir.
Þvílíkur þvættingur! Í mesta lagi hefur þarna verið um 20-30
hávaðaseggi  að ræða.  Það er nú allt of sumt!

    Skemmst er að minnast hins fámenna hóps svokallaðs Saving
Iceland í sumar, sem allt ætlaði vitlaust að gera í fjölmiðlum.  Sá
hópur vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista fékk því miður
óskoraða athygli fjölmiða. - Í raun hefði átt að vísa þeim hópi
strax úr landi, því aðal kjarni hans var erlendur uppvöðsluskríll
sem þverbraut öll lög og reglur hvað eftir annað. Alvarlegast þá
var þegar margir fulltrúar Vinstri grænna tóku upp hanskann fyrir
þeim skrílslátum og lögbrjótum. Það gera þeir raunar nú líka
varðandi uppákomuna í Ráðhúsinu í dag, en athyglisvert er að
fulltrúar Samfylkingar gerðu það nú líka. Formaður ungra jafn-
aðrmanna var sér til háborinnar skammar!

    Uppákoma hinna fámennu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag var
skandall og ekki til sóma þeim sem að henni stóðu. Að stöðva
borgarstjórnarfund með hrópum, köllum og öðrum skrílslátum
er mjög alvarlegur hlutur. Tilræði við lýðræðið, og lög og reglur
sem stjónskipulag Íslands byggir á.  Á slíku tilræði ber að taka,
og það með föstum tökum..........
 
   Borgaraleg óhlýðni er alvarleg. Því hefur hér á bloggsíðunni
í dag  verið hvatt til þess að öll hin borgarsinnuð stjórnmálaöfl
á Íslandi fari nú markvisst að vinna saman í borg og bí og í land-
stjórn. - Og það til langframa ! 
mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég var þarna í dag, og þetta var einmitt mín reynsla af þessu.  Það er búið að tala þennan fjölda upp í allan dag.  Bráðum verða þetta þúsundir.

TómasHa, 25.1.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Linda

Ég er hlynnt mótmælum, ég er hinsvegar ekki hlynnt skrílslátum og dónaskap, þetta unga fólk hefur frekar skaðað vinstri menn, samfó menn misstu mitt atkvæði með hræsninni og framkomu þeirra í þessu máli, þeir hafa greinilega ekki heyrt um "karma". 

Linda, 25.1.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Linda. Fyrrverandi borgarstjóri var þarna sér til háborinnar skammar. Virtist vera þarna  málsvari þessa uppvöðsluskríls.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.1.2008 kl. 01:31

4 identicon

Að heyra í ykkur! Hvurslags árásir á lýðræðið eru þetta? Ef ykkur finnst meira lýðræði fólgið í því að valdagráðugir geðsjúklingar geti sölsað undir sig borgarstjórastólinn, heldur en að fólk fái að mótmæla, þá er eitthvað að. Þetta voru nokkur hundruð manns í dag og af öllum aldri. Og það sem máli skiptir.. öll með kosningarétt. Ætlið þið að mismuna fólki eftir aldri í þessu máli. Hafa sjónarmið ungs fólks minna vægi en hins eldra?
 

Pétur Hallgeirs (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:55

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Pétur minn. Rosalega ertu eitthvað TENS! Geðsjúklingar? Við hvað
áttu? Valdagráðugir? Áttu við Samfylkinguna, Ingibjörgu Sólrúnu og
CO og Vinstri Græna? Já þarna voru nokkuð hundruð manns í Ráðhúsinu, en bara 20-30 manns var eitthvað geðveikt. Sem betur
fer í algjörum minnihluta og gat ekki sölsað undir sig eitt né neitt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.1.2008 kl. 02:05

6 identicon

Ég var nú að tala um borgarstjórann.. hann seldi sál sína fyrir borgarstjórastólinn

Pétur (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband