Fylgið við Ny Alliance hrynur


   Það er í senn athyglisvert hvernig fylgið við danska
stjórnmálaflokkinn  Ny  Alliance hefur  hrunið  svo að
flokkurinn er nánast að þurrkast út, svo hitt hvernig
svona skrípalegur stjórnmálaflokkur getur haft úslita-
áhrif á það hvort dönsk ríkisstjórn falli eða ekki. Hinn
arabiski innflytjendi Naser Khader sem er formaður
flokksins virðist hafa ótal og óljósar stefnur í öllum
málaflokkum nema þá helst í innflytjendamálum. Þar
mætast stálin stinn við Danska Þjóðarflokkinn, sem
einnig situr í ríkisstjórn ásamt Ny Alliance.

   Ef efnt yrði til þingkosninga núna er allt sem bendir
til að hin borgaralega ríkisstjórn haldi velli án stuðnings
Ny Alliance. - Vonandi að sú verði raunin. Ny Alliance var
bóla, sem nú virðist horfin, enda stjórnað af framandi
viðhorfum sem ekki hafa fallið vel í danskt samfélag og
því síður danska kjósendur. Skildi raunar aldrei hvernig
hin borgaralega ríkisstjórn lét sér það detta í hug að
þyggja aðkomu Ny Alliance að ríkisstjórninni, eins og
komið er á daginn, að var út í Hróa hött...........
mbl.is Fylgi Ny Alliance aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ny alliance hefur/hafði um margt ágæta stefnuskrá. Vandinn var sá að þetta var ekki flokkur. Þetta var samansafn einstaklinga. Þeir misstu allan trúverðugleika í kosningunum, þegar einstaklingarnir sem voru í framboði sýndu ítrekað að þeir kynnu ekki stefnuskrána.

Þeirra hlutverk var að þeirra sögn aðallega að bola Dansk Folkeparti út úr áhrifastöðu, sem sýnir enn og aftur að flokkar geta ekki grundvallað tilveru sína á einhverju öðru en sjálfum sér og sinni sannfæringu.

Gestur Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband