Forseti Íslands á Al Jazeera


  Skv. frétt Mbl.is verður vital við forseta Íslands sjónvarpað
á  hinni  umdeildu  arabisku  sjónvarpstöð  Al Jazeera  n.k
laugardag. Svo virðist að forsetinn muni þar ætla að tjá sig
um veigamikil pólitisk málefni, eins og loftslagsbreytingar,
nauðsyn nýrrar orkustefnu, þróun mála í Miðausturlöndum,
stöðu Ísraels og Palestínu, sambúð ólíkra menningarheima
og trúarbragða, og ekki síst dönsku skopteikningarnar og
mótmæli múslima við þeim.

  Spurning hlytur að vakna hvort þetta pólitíska viðtal sé
gert í samárði við íslenzk stjórnvöld, því ríkisstjórnin fer
alfarið með stefnu Íslands í utanríkismálum og ber fulla
ábyrgð á henni. Því vaknar sú spurning.   Er forsetinn
þarna að tala um hápólitísk alþjóðamál í fullu samráði  
við íslenzk stjórnvöld? Og það frammi fyrir 50 milljónum
áhorfenda,  flesta í Arabaheiminum. Það hlýtur að vera,
því ef svo er ekki, er forsetinn heldur betur kominn út  
á hálann ís !!!
mbl.is Al Jazeera sýnir viðtal við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, sem jafnan Guðmundur Jónas !

Tek undir; með þér þarna. Það er orðið lágt risið, á íslenzkum framámönnum, þá þeir eru farnir, að mæra andskotann Múhameð, og fylgjendur hans, í óljósri von, um skjótfenginn gróða, sem víðar, til handa ''útrásar'' gemlingum þeim íslenzkum, hverjir vaða yfir lönd og álfur, sem engisprettu plága. 

Enn eitt merkið , um sóðaskap íslenzkra stjórnmála, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum, sem ætíð / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Ingólfur

Óskar, veist þú eitthvað hvað Ólafur mun segja þarna?

Ingibjörgu hefur ekki verið boðið þarna í viðtal til að tala fyrir okkar sjónarmiðum, ekki heldur Geir. Er það ekki bara gott mál að Ólafur fái þarna tækifæri til þess að tala um sjónarmið íslendinga?

Ingólfur, 30.1.2008 kl. 14:40

3 identicon

Sælir enn !

Ingólfur Harri ! Að fenginni tæpra 12 ára reynslu okkar, af Ólafi Ragnari Grímssyni, í þessu uppskrúfaða forsetaembætti, að Bessastöðum, og meðfæddum smjaðurseiginleikum hans, megum við svo sem alveg búast við, að hann falli á kné sér, fyrir þessum kuflaklæddu skröttum, austur þar.

Fjandinn hossi þessum ósköpum - ekki geri ég það, Ingólfur minn.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:47

4 identicon

Hvað er þetta með fólk almennt? Forsetinn er höfuð okkar þjóðar og kemur fram fyrir okkar hönd á alþjóðavettvangi. Fosætisráðherra er EKKI forsetinn. Ég er stolt af forsetanum fyrir að koma vel fram fyrir hönd þjóðarinnar, vera málefnalegur og þroskaður í sinni umræðu. Hann er enginn pólitískur galgopi sem á á múlbinda í þágu pólitískra afla. Hann er kosinn til að leiða þessa þjóð sem forseti og á að koma fram fyrir okkar hönd. Fosetaembættið hefur skyldur og er leiðtogi útávið en ekki einhver strengjabrúða og undirlægja nú eða málpípa ríkisstjórnarinnar, ef hann ætti að vera málpípa og strengjabrúða ríkisstjórnarinnar ætti hann einnig að eiga sæti í henni. Það á hann ekki og hvergi er honum skylt að að sveiflast eftir pólitískum vindum stjórnarinnar.

Maðurinn er ekki fífl, hann er ábyrgur og gerir sér væntanlega grein fyrir því að hann er forseti Íslands og kemur fram sem slíkur. Molbúahátturinn og smáborgarapólitíkinn er endanlega að gera útaf við þetta klíkuétna land.

Gústa (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Málið er að forsetinn fer EKKI með utanríkismál ekki frekar en önnur
stjórnvaldsmál, heldur RÍKISSTJÓRNIN. Í þeim örfáum tilfellum sem
forsetinn tjáir sig um alþjóðamál á erlendri grundu VERÐUR hann að
gæta sín á að þau orð og viðhorf sem hann lætur falla sé í ALGJÖRU
SAMRÆMI við stefnu og viðhorf ríkisstjórnarinnar HVERJU SINNI. UM
ÞAÐ SNÝST MÁLIÐ. Ekki viljum við gera út tvö talsmenn íslenzka
lýðveldisins í utanríkismálum, sem tala tveim tungum, eða hvað?
Þannig að þessi frétt um vitalið við forsetann á AL Jazerra kemur
verulega á óvart og spennandi verður að heyra hvað þar verður
sagt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 15:06

6 identicon

Sem kunnugt ætti að vera fólki, þá er jörðin kringlótt.

Þessi viðhorf sem skrifuð eru hér bergmála mjög þröngum hugsunarhætti og furða er að ekki ríki meiri skilningur fyrir öðrum hugarheimum en okkar hér í norðri.

Yfirleitt því miður er hræðsla hin hlið ókunnáttu.

ee (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

EE. Þetta er ekki spurning um þröngan eða víðan hugsanahátt. Þetta er fyrst og fremst spurning hvort farið er eftir stjónskipan
Íslands eða ekki. Forsetinn fer ekki með neina pólitiska ábyrgð.
Framkvæmdavaldið, RÍKISSTJÓRNIN, fer með það, þ.á m. stefnu Íslands í utanríkismálum. Forsetinn VERÐUR því  að lúta þeirri stjórnskipan. Ekki síst þegar hann er á erlendri grundu. Um það snýst málið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 15:40

8 identicon

Ég er ekki að taka afstöðu með eða móti neinu sem hefur komið hér fram, en ég er svolítið forvitinn, hvert er raunverulegt hlutverk forseta Íslands?

Til hvers erum við með forseta? 

Elís Traustason (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:03

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Á Íslandi er fyrst og fremst litið á forsetann sem hlutlausan þjóðhöfðingja þjóðarinnar og sameiningartákn hennar. Ólafur hefur hins vegar breytt því mjög og virðiast farinn að líta á sig sem framhald og hluta af hinu pólitíska framkvæmdavaldi, sem hann er alls ekki skv stjórnarskrá. Því er hann umdeildur. Vonandi fær hann
alvöru  mótframboð í vor..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Ingólfur

Það er alveg rétt hjá þér að Forsetinn hefur engin völd til þess að setja utanríkisstefnu eða takast á skuldbindingar fyrir hönd þjóðarinnar.

Ég vil hins vegar fara varlega í það að banna honum að tjá sig bæði hér heima og erlendis. Það er fínt að nota hann til þess að koma á framfæri skoðunum þjóðarinnar og mér sýnist á fréttinna að hann sé meðal annars að fara að tala um framboð okkar til öryggisráðsins sem mér sýnist vera alveg í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.

En jafnvel þegar valdarlausir þjóðhöfðingjar tjá sig þannig að það samræmist ekki alveg utanríkisstefnu ríkisstjórnar þess lands að þá finnst mér asnalegt að banna það. T.d. hafa kongar stundum verið skammaðir fyrir að segja eitthvað sem passaði betur við skoðanir almennings um í hans landi um tiltekið mál en stefnu ríkisstjórnarinnar.

Mér finnst að þjóðhöfðingjar eigi að hafa sitt frelsi til að tjá sig. Enda vita stjórnendur annara ríkja að þarna fer maður sem fer ekki með nein eiginleg völd.

Ingólfur, 30.1.2008 kl. 17:12

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það gilda ólíkar reglur um forseta og þjóðhöfðinga Ingólfur í heiminum.  Um okkar forseta gilda ákveðnar reglur sem takmarka mjög afskipti hans af pólitík. Skv frétt frá forsætisembættinu ætlar
Ólafur m.a að tjá sig um dönsku skopmyndirnar og mótmæli múslima við þeim. Hvað ætlar Ólafur að segja um þær? Hvaða skilaboð ætlar
Ólafur t.d að senda í múslimaheiminn um TJÁNINGARFRELSIÐ varðand það mál?  Það verður VIRKILEGA tekið eftir því, EKKI síst
hér uppi á Íslandi. Vonandi að Ólafur sé ekki enn einu sinni
farinn að leika sér af pólitískum eldi, eins og fyrir síðustu forsetakosningar.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 17:35

12 Smámynd: Ingólfur

Ég mótmæli því að Ólafur hefur gert embættið eins pólitískt eins og þú telur vera. Varðandi fjölmiðlafrumvarpið að þá var hann með skýran rétt til þess að vísa því til þjóðarinnar. En fyrir utan það að þá sé ég ekki að hann hafi tekið neinar pólitískar ákvarðanir sem hafi áhrif hér á landi né utanríkisstefnu þjóðarinnar.

Hann hefur mikið talað fyrir umhverfisvænum orkugjöfum en hann hefur ekki látið byggja neina virkjun eða lokað neinu kolaveri.

Hann hefur ekki látið byggja vegi eða gert leikskóla gjaldfrjálsa eða skuldbundið okkur til þess að minnka kolefnislosun.

Það eina sem hann gerir er að tjá sig og vinna þannig að hagsmunum þjóðarinnar og stefnumálum ríkisstjórnarinnar.

Ingólfur, 30.1.2008 kl. 18:10

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ingólfur. Burt séð hvaða skoðun við höfðum á fjölmiðlamálinu þá rauf
Ólafur meiriháttar hefð og gekk á móti vilja ríkisstjórnarinnar, og það sem alvarlegast var, meirihluta vilja Alþings. Gekk gegn ÞINGRÆÐINU! Ef það er ekki rammpólitískur forseti, hvað er ekki pólitískur forseti þá? Enda fyrrverandi LEIÐTOGI hérlendra sósíalista.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 20:23

14 Smámynd: Egill Gautason

Heill og sæll Guðmundur

Vissulega gekk hann gegn þingræðinu, en var ákvæðið ekki einmitt í stjórnarskránni til þess, til þess að forsetinn gæti skotið málum til þjóðarinnar þegar þingið bregst?

Bara mínar tvær krónur.

Egill Gautason, 30.1.2008 kl. 21:51

15 Smámynd: Ingólfur

Málskotsrétturinn er varnagli sem hægt er að grípa til ef nauðsyn ber til, svo þingið geti ekki gert hvað sem er á hverju kjörtímabili ef almenningur er á móti því.

Að segja að hefð hafi verið brotin með því að nota það er eins og að segja flugvallarslökkvuliðið brjóti hefð með því að slökkva eld í flugvél, ef það hefur aldrei þurft þess áður.

Og í raun tók Ólafur enga pólitíska afstöðu til frumvarpsins. Það eina sem hann getur gert er að leyfa almenningi að taka afstöðu til tiltekins frumvarps.

Ef almenningur er sammála þinginu að þá hefur málskotrétturinn engin áhrif. 

Ingólfur, 30.1.2008 kl. 22:11

16 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er nú bara svo smásmugulegur í kvöld Guðmundur að ég spyr hvort Al Jazeera sé svo umdeild sjónvarpsstöð? Ég hef ekki heyrt mikið af því. Ég horfi dálítið á hana og finnst hún góð. Í raun mjög góð í fremur einstefnumiðaða vestræna fjölmiðlamennsku.

En hinir punktarnir, sem ég veit að er aðalinnleggið hjá þér á fyllilega rétt á sér að velt sé upp.

Kv. RB

Ragnar Bjarnason, 30.1.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband