Til hvers eldflaugar í Póllandi ?


   Pólverjar hafa nú fallist á að Bandaríkjamenn setji upp
eldflaugar í Póllandi, þrátt  fyrir kröfugt mótmæli Rússa,
sem telja öryggi sitt  stafa ógn af  eldflaugum  þessum.
Ótti og andstaða Rússa er skiljanleg. Hver sem er getur
sett sig í spor þeirra, að vera komnir með bandariskar
árásareldflaugar nánast við túnfót sinn. Eða halda menn
að Bandaríkjamenn myndu taka það í mál að t.d Rússar
kæmu upp slíkum eldflaugum við fótstall sinn? Aldrei!

   Mikil hætta er á að sú spenna sem verið hefur að
byggjast upp milli Bandaríkjanna og Rússa muni enn
aukast. Því með engu móti er hægt að sjá tilgang með
uppsetningu þessara eldflauga í Póllandi. Enda hefur
NATO ekki lagt blessun sína yfir þær, eða talið þær
nauðsunlegar.

   Enn og aftur eru það bandarisk stjórnvöld sem fara
sínu fram.   Fara yfir strikið! Enn og aftur!
mbl.is Samkomulag um eldflaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Bandaríkjamenn eiga að hætta strax þessu vopnaskaki.Myndi þeir nokkur tímann samþykkja að kjarnavopnum væri styllt upp við landamæri þeirra?Vonandi breytist þetta ef Demokratar vinna í næstu forsetakosningum með báðar deildir þingsins að baki sér.

Kristján Pétursson, 2.2.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála þér, Guðmundur, að þetta er hættuspil. Gæti m.a.s. orðið okkur sjálfum skeinuhættarar en margan græskulausan grunar.

Jón Valur Jensson, 3.2.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband