Vita kratar ekki í hverju ESB aðild felst ?
4.2.2008 | 19:37
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar
boðar að eignarhald yfir orkuauðlindum og fiskauðlindum í okkar
fiskveðilögsögu skuli lúta eignarhaldi opinbera aðila, og jafnvel
lögfest í stjórnarskrá, virðist hún ekki gera sér grein fyrir, að í
alflestum tilfellum brjóta slík ákvæði hinna ýmsu aðildarsáttmála
ESB. Þess bandalags sem Ingibjörg og flokkur hennar vilja að
Ísland gangi í. Því lítur svo út að Ingibjörg og hennar flokkur geri
sig ekki alveg grein fyrir í hverju ESB-aðild fellst. Eða er hér um
vísvitandi blekkingar að ræða ? - Því í aðild fellst meiriháttar
fullveldisafsali, þ.á.m. yfirráðum okkar yfir okkar helstu auðlindum.
Skýrasta dæmið er um auðlindir hafsins kringum Ísland og sem
margoft hefur verið bent á. Með aðild Íslands að ESB fer fiskiveiði-
kvótinn af ÖLLUM Íslandsmiðum á ALÞJÓÐLEGT UPPBOÐ innan ESB.
Einhver klásúla í stjórnarsksrá að fiskauðlindin sé þjóðareign held-
ur ekki vatni í framkvæmd. Þannig munu erlendir aðilar hægt og
bítandi komast yfir hinn dýrmæta fiskveiðikvóta á Íslandsmiðum.
Kaupa meirihluta í íslenzkum útgerðarfyrirtækjum. Þannig mun
virðisaukinn af okkar helstu auðlind færst úr landi með tíð og tíma.
EKKERT gæti komið í veg fyrir það, sbr. allt kvótahoppið innan ESB
í dag, og sem hefur lagt t.d breskan sjávarútveg í rúst, svo dæmi
sé tekið.
Það sama getur gerst með aðrar auðlindir ef Ísland gerist aðili að
ESB. Allt tal Ingibjargar og flokks hennar um opinbera eign á
íslenzkum auðlindum eru því hreinn og klár pólitískur blekkinga-
leikur, til að villa þjóðinni sýn í Evrópuumræðunni.
Það er ömurlegt að horfa upp á svo ljótann og bersýnilegan bleikk-
ingaleik í íslenskum stjórnmálum í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.