Á hvaða vegferð er Valgerður Sverrisdtr. í Evrópumálum ?


   Í umræðum á Alþingi í gær um hvort gjaldmiðlabreyting
stæði til svaraði forsætisráðherra skýrt og skorinort þvert
nei. Enda tæki slík breyting  fjölda ára. Tilefni umræðunnar
voru vægast sagt misvísandi ummæli ráðherra um gjald-
miðils- og Evrópumál að undanförnu, sem farið er að skaða
trúðverðugleika gjaldmiðilsins og stefnu Íslands í Evrópu-
málum erlendis. En eins og kunnugt er notar Samfylkingin
hvert tækifærið til að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður, sem
er mjög alvarlegur hlutur þegar ríkisstjórnarflokkur á í hlut.

  Athygli vakti hins vegar hvernig vara-formaður Framsóknar-
floksins nánast  hæddist að forsætisráðherra, og sakaði hann
um að vera á móti Evrópu, móti Evrópusambandi, og móti
evru. Á hvaða vegferð er Valgerður eiginlega ? Er ekki kominn
tími til að Valgerður Sverrisdóttir komi út úr skápnum fyrir fullt
og allt og lýsi því hreinlega  yfir að hún  vilji ganga  í  Evrópu-
sambandið og að hún vilji taka upp evru? Engar hálfkveðnar
vísur lengur ! Þá skoðun og ósk bar flokksbróðir hennar  Hall-
dór Ásgrímsson mjög fyrir  brjósti, og spáði því raunar að
Ísland yrði komið í Evrópusambandið árið 2012.  Evrópusam-
bandsdaður Halldórs leiddi hings vegar til fylgishruns flokksins,
því Framsóknarflokkurinn hefur ætíð átt sér ÞJÓÐLEGAR RÆTUR.
Í ljósi stöðu flokksins í dag hefði mátt ætla að vara-formaður
flokksins færi ekki út á jafn hálann ís og á Alþingi í gær. Nema
að Valgerður  ásamt kannski fleirum innan þessa ágæta flokks  
sé ekki lengur orðið sjálfrátt í sjálfeyðingaferlinu, eins og bent
hefur verið á.

   Krónan er litill gjaldmiðill. Alveg rétt. Þess vegna er það undra-
vert hvað hún hefur staðist hinn mikla ólgusjó sem verið hefur
á gjaldeyris-og peningamörkuðum heimsins að undanförnu. Því
þar hafa ekki síður hinu stærstu gjaldmiðlar sveiflast upp og niður.
Og gleymum því heldur ekki að það er PÓLITÍSK ákvörðun á Ís-
landi að hafa krónuna algjörlega fljótandi. Er eitthvað vit í því við
núverandi aðstæður?  Því ekki að miða hana við ákveðna mynt-
körfu? Eða annan gjaldmiðil með tilteknum frávíkum? Og gleymum
því heldur ekki að ef meiriháttar krísuástand skapast í gjaldeyris-
og peningamörkuðum heims, geta íslenzk stjórnvöld alltaf gripið
inn í og skráð gengið miðað við ÍSLENSKAR FORSENDUR og EFNA-
HAGSLEGT ÁSTAND á Íslandi. Vegna þess að við höfum enn yfir að
ráða okkar EIGIN GJALDMIÐLI. Það væri útilokað værum við með
erlendan gjaldmiðil, sem EKKERT tæki tillit til íslenzkra aðstæðna.

    Er þetta ekki eitthvað sem vara-formaður Framsóknarflokksisns 
væri vert  að hafa í huga, nú þegar ástand efnahagsmála heimsins
er eins  ótryggt og hættulegt og raun ber vitni?  Að það væri einmitt
fyrir tilstuðlan íslenzks gjaldmiðils að við gætum haldið hér sjó miðað
við okkar forsendur ef allt um þryti á alþjóðlegum gjaldeyris-og pen-
ingamörkuðum.........
mbl.is Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð spurning Guðmundur og sannarlega tímabær.

Hef einmitt hugsað það sama nú í kvöld þegar ég hlýddi á Valgerði, þ.e á hvaða vegferð hún eiginlega er ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband