Leggur Samfylkingin stein í götu álvers í Helguvík?


   Í fréttum stöðvar 2 í kvöld kom fram að Samtök atvinnulífsins
hafa í viðræðum um aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningunum
lagt mikla áherslu á að ekki verður lagður steinn í götu byggingu
álvers í Helguvík. Kom fram í fréttinni að Norðurál stefnir á að
hefja framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík innan fimm mánaða.
Allt sé að verða klappað og klárt. Orkusamningar þar á meðal.
Bæðjarstjóri Garðs segir þetta það sem svæðið þarf á að halda
í dag, brotthvarf hersins og kvótaskerðing kallar á slík atvinnu-
tækifræri.  Þá segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, að stjórnvöld eigi að sjá svo um að þetta
verkefni fari nú af stað. Það sé alls ekki hlutverk stjórnvalda
að þvælast fyrir málum, ekki síst þegar menn sjá fram á mjög
erfiðan vetur í atvinnumálum.

  Og þá er það spurningin. Mun Samfylkingin koma í veg fyrir
þetta álver í Helguvík? Ef íslenzkt efnahagslíf hefur þurft á
innspýtingu að halda, ekki síst í kjölfar erifiðra kjarasamninga,
þá er það einmitt nú. Auk þess eru nú allar líkur á að allt tal
um gróðurhúsaáhrif sé á meiriháttar villigötum. Í stað hlýnunar
stendur  heimurinn frammi fyrir  kólnun og jafnvel ísöld eftir
nokkra áratugi. M.a hafa  rússneskir vísindamenn sýnt  fram á
sterkra og skýrra  tensla milli veðurfars á jörðinni og áhrifa sól-
bletta sem hafa mikil áhrif á útgeislun hennar. Nú sé runnið upp
slíkt kuldaskeið . Svokölluð gróðurhúsalofttegundir hafi þar eng-
in árhrif.

   Hér  er um að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir íslenzkt þjóðar-
bú og efnahag að í slíkt stórverkefni verði ráðist nú. Ekki verður á
það trúað að Sjálfstæðisflokkurinn leyfi Samfylkingunni að koma í
veg fyrir þetta þjóðþrifamál, eins og svo allt of mörg önnur síðustu
misseri.  - Nema þá að ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins ætli að leiða meiriháttar kreppu yfir þjóðina.  Fyrr skal þá ríkis-
stjórnin frá !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þetta er rétt er aftur komin upp staðan frá 2002 þegar Samfylkingin vildi sýna fram á að hún væri stjórntæk og kúventi í Kárahnjúkamálinu úr andstöðu í samþykki. Þing ASÍ á Egilsstöðum átti stóran þátt í því að Össur snerist eins og vindhani í málinu.

Þegar Samfylkingin er komin í stjórn má nærri geta hvort hún verði ekki að sýna aftur fram á það að hún sé stjórntæk, - eða hvað?

Það skyldi þó ekki vera að trix stóriðjusinna svínvirki enn og aftur, og aftur?

Ómar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 21:28

2 identicon

Sæll minn kæri, eitthvað finnst mér þú vera kominn út á þröngan þjóðveg. Samt gott að komið skuli fram í eitt skipti fyrir öll hvernig veðrabrigði munu verða um alla framtíð. Takk fyrir það. Vísindamenn ghafa einmitt verið að takast um hvort muni hlýna eða kólna í framtíðinni en nú vita þeir svarið.

Í annan stað er ekki víst að komandi kjarasamningar séu stóra vandamálið í þessu landi. Miklu frekar að hinn fullkomni heigulsháttur Einars Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra sé efnahagslegt vandamál. Fiskveiðistjórnunin er skandall á heimsmælikvarða. Þú mannst væntanlega að 1983 lögðu menn upp með þetta kerfi sem átti að vera búið að byggja þorskstofninn upp ekki síðar en 1995. Samt eru menn enn að trúa á þessa endemis vitleysu.

Veit ekki hvort Samfylkingin mun leggjast gegn álveri í Helguvík, veit heldur ekki hvort efnahagslega er skynsamlegt að byggja álver þar og auka með því enn frekar aðstöðumun suðvesturhornsins á kostnað annarra landshluta. Hins vegar getur verið að F-listinn í borgarstjórn muni stöðva þessar framkvæmdir. Fulltrúi þeirra í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur þegar blásið af virkjun við Ölkelduháls sem þó er grundvöllur þess að OR geti staðið við samninga sína um rafmagn til Helguvíkur.

Hygg að brýnna sé að koma á fót álverksmiðju við Húsavík og gera um leið nothæfan akveg á milli Akureyrar og Húsvíkur. 

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband