Hanna Birna taki við - Nýtt pólitískt upphaf?


   Án þess að vera kunnugur innanflokksmálum Sjálfstæðis-
flokksins virðist það hins vegar  blasa  við að  Hanna Birna
Kristjánsdóttir leysi Vilhjálm af  og það  þegar í  stað. Ella
mun vandræðagangurinn innan Sjálfstæðisflokksins vaxa
dag frá degi og endað með meiriháttar klofningi. Því aug-
ljóst er að  dagar Vilhjálms  eru taldir sem oddvita Sjál-
stæðisflokksins í Reykjavík. Slíkt var klúður hans í öllu REI-
málinu frá upphafi til dagsins í dag. Klúður sem hann VERÐ-
UR að axla pólitiska ábyrgð á AÐ FULLU!

  Hanna Birna kemur næst Vilhjálmi í röðinni og því eðlilegt
að hún taki við borgarstjórnarflokknum og sem borgarstjóri
þegar tími Ólafs rennur út. Hún hefur sýnt það og sannað
að vera trúverðugur og traustur stjórnmálamaður, einmitt
sem Sjálafstæðisflokkurinn þarf á að halda í dag. Styrk sinn
sannaði hún rækilega í Ráðhúsinu fyrir skömmu þegar upp-
vöðsluskríll ætlaði að hefta framgang lýðræðisins við síðustu
borgarstjórnaskipti.

  Í kjölfarið á innkomu Hönnu Birnu  gætu ýmsir pólitískir at-
burðir farið af stað. Alls ekki er víst að svokallaður Tjarn-
arkvartett haldi. Gleymum því ekki að í upphafi þessa kjör-
tímabils var það Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
sem mynduðu meirihluta borgarstjórnar. Hver er komin til
að segja að innkoma Framsóknar í borgarstjórnarmeirihlut-
ann sem nú situr sé óhugsandi? Aðstæður munu gjörbreyt-
ast  komi nýr leiðtogi  Sjálfstæðisflokksins  til  sögunar. Þá
hafa orðið leiðtogaskipti hjá borgarstjórnarflokki Framsókn-
ar. - Því  augljóst  er að Samfylkingin og Vinstri-grænir ætla
sér að misnota Framsóknarflokkinn  í  valdabaráttu  sinni.
Sú pólitíska misnotkun gekk næstum af Framsóknarflokknum
dauðum í 12 ára R-listasamstarfi.  Varla er það áhugavert
hjá Framsókn að endurtaka þann pólitíska hrylling aftur?

    Sá sem þetta skrifar hefur löngum hvatt til þess að hin
þjóðlegu borgaralegu öfl á Íslandi vinni og standi saman
í  íslenzkum stjórnmálum. Myndi pólitíska blokk til sjávar
og sveita og borgar.  Aðkoma Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
ar og Frjálslyndra að borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík
nú í gjörbreyttu pólitísku landslagi  gæti þannig orðið upp-
hafið að slíku samstarfi, og það til frambúðar. Og það ekki
síst á landsvísu!!!
mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband