Kveiktu í barnaheimili. Hvernig er hægt að verja slíkan skríl ?


  Í kvöld heldu skrílslætin áfram í Danmörku og kveikt
var m.a í barnaheimili í Árósum. Í gær var m.a  kveikt í
Vaerebro skólanum í Kaupmannahöfn.

  Það er sorglegt að vera vitni af því, m.a hér á blogginu,
að til skuli vera fólk sem tekur upp hanskann fyrir þá
villimennsku og skrílslæti sem ákveðnir glæpahópar og
öfgasinnaðar sellur halda uppi í Danaveldi þessa dag-
anna. - Hér er augsjáanlega um að ræða skipulagt
glæpahyski sem vílar ekki fyrir sér að brjóta, brambla
og brenna eignir saklausra borgara og annara aðila
sem ekkert hefur á hlut þess gert.

  Kjarni þessa skríls virðist vera kominn erlendis  frá.
Margir svokallaðir atvinnumótmælendur, vinstrisinnaðir
róttæklingar og anarkistar. Alvarlegast er þó það ef
öfgasinnaðir íslamistar búsettir í Danmerku virðast
orðnir hluti af skipuleggendum þessara óláta. Enn
eitt dæmið um skipbrot málstaðar öfgasinnaðra  fjöl-
menningarsinna. 

    Að það skuli svo vera til fólk hér uppi á Íslandi sem
hefur geð í sér að verja slíkan skríl, er með hreinum
ólíkindum. Og það ,,prestur" fyrir austan fjall hér á
blogginu.  Og svo fólk sem telur sig stjórntækt í
íslenzkum stjórnmálum. Og það m.a í Vinstri Grænum ...
Út í HÖTT!!!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Glæpahyski er rétta orðið yfir þennan söfnuð. Vonandi taka Danir á þessu af fullri festu og einurð. Þetta er ólíðandi hegðun. Þarna kristallast þær ógöngur sem hin svokallaða fjölmenning er komin í. Ef fram fer sem horfir þá er þetta því miður bara upphafið að því sem koma skal.

Magnús Þór Hafsteinsson, 17.2.2008 kl. 15:02

2 identicon

Já þetta er með öllu ólíðandi.

Brennuvarga skríll sem kveikir í skólum barnana okkar. 

Þetta er ekki hægt að verja á neinn hátt.

Þetta lið er með offorsi og ofbeldi að mótmæla frelsi okkar og jú málfrelsinu sérstaklega !

Málfrelsinu sem hefur verið barist fyrir í aldir !

Við látum það ekki af hendi, til þessa fornaldarafturhaldsliðs, átakalaust ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband